Annar sigur hjá Axel og Birgi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 12:38 Birgir Leifur Hafþórsson. getty Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson unnu annan leik sinn á EM í golfi sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Andstæðingar Birgis og Axels í dag voru þeir Guido Miglozzi og Lorenzo Gagli frá Ítalíu. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik í gær á meðan Axel og Birgir unnu. Á mótinu er keppt í fjórbolta í holukeppni. Þegar tíu holur voru búnar voru þeir ítölsku komnir með þriggja holu forystu. Þá settu Axel og Birgir hins vegar í næsta gír og þeir unnu næstu þrjár holur og jöfnuðu leikinn þegar fimm holur voru eftir. Nokkuð jafnt var með þeim á næstu holum en svo fór að Axel og Birgir unnu 2&1, þeir voru með tveggja holu forystu fyrir síðustu holuna og þá var leiknum lokið. Axel og Birgir eru því með fjögur stig eftir tvo leiki í D riðili. Hinum leik riðilsins er ekki lokið, þar eru Norðmennirnir og Belgarnir jafnir þegar tvær holur eru eftir þegar þessi frétt er skrifuð. Norðmennirnir voru með tvö stig fyrir daginn í dag en Belgarnir ekkert. Efsta lið hvers riðils kemst áfram í undanúrslit, Axel og Birgir mæta Norðmönnunum á morgun í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um sæti í undanúrslitunum. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson unnu annan leik sinn á EM í golfi sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Andstæðingar Birgis og Axels í dag voru þeir Guido Miglozzi og Lorenzo Gagli frá Ítalíu. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik í gær á meðan Axel og Birgir unnu. Á mótinu er keppt í fjórbolta í holukeppni. Þegar tíu holur voru búnar voru þeir ítölsku komnir með þriggja holu forystu. Þá settu Axel og Birgir hins vegar í næsta gír og þeir unnu næstu þrjár holur og jöfnuðu leikinn þegar fimm holur voru eftir. Nokkuð jafnt var með þeim á næstu holum en svo fór að Axel og Birgir unnu 2&1, þeir voru með tveggja holu forystu fyrir síðustu holuna og þá var leiknum lokið. Axel og Birgir eru því með fjögur stig eftir tvo leiki í D riðili. Hinum leik riðilsins er ekki lokið, þar eru Norðmennirnir og Belgarnir jafnir þegar tvær holur eru eftir þegar þessi frétt er skrifuð. Norðmennirnir voru með tvö stig fyrir daginn í dag en Belgarnir ekkert. Efsta lið hvers riðils kemst áfram í undanúrslit, Axel og Birgir mæta Norðmönnunum á morgun í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um sæti í undanúrslitunum.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira