Íslenska sundknattleiksdrottningin rétt missti af EM-gullinu í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 14:30 Kristín Krisúla Tsoukala með boltann í leik á EM. Vísir/Getty Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta. Aðrar íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjá meira
Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta.
Aðrar íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjá meira