Tekist á um tittlingaskít Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2018 07:00 Einn föstudaginn er ég opnaði útidyrnar tók megn hassangan á móti mér. Leit ég þá í kringum mig og sá að þorpið hafði tekið stakkaskiptum. Gömlu karlarnir með hattana og stóíska yfirbragðið voru nær horfnir og þeir fáu sem eftir voru höfðu espast upp. Gömlu konurnar voru einnig á undanhaldi. Hins vegar var skrautlegur hópur búinn að taka torgið yfir. Bar þar mikið á fólki í litskrúðugum fatnaði, sumir með göndul-lokka ættaða frá Jamæku en einnig voru hanakambar á ófáum kollum og lokkar í nösum. Margir slógu drumbur og hver sem vettlingi gat valdið skók alla skanka í afrísku hljóðfalli. Þótti mér nýlundan hressandi en allmargir heimamenn fundu henni flest til foráttu. Sögðu sóðagang hinn mesta fylgja flokki þessum, fyllerí og fíkniefni fyrir utan það að ekki væri flóafriður og þar að auki væri ósómi af þessu fyrir bæinn. Hátíð þessi, Etnosur, stóð í þrjá daga og sóttu hana mörg þúsund manns. Leikið var af fingrum fram frá morgni fram á rauða nótt. Ekki veit ég til þess að upp hafi komið mál vegna kynferðislegrar áreitni, stimpinga né slagsmála. Ekki sá ég slagandi fólk né fyrirgangssamt og bærinn var ávallt orðinn hreinn að morgni. Tónlistin var heldur ekki með þeim hætti að hún ætti að valda pirringi. Mig grunar að það sé helst útgangur gestanna sem espar margan heimamanninn svona upp. Það er nefnilega svo oft sem yfirborðið ræður afstöðu okkar. Annars veit ég það ekki. En hitt veit ég að á meðan ég hlustaði á Nelidu Karr frá Miðbaugs-Gíneu syngja á torginu urðu göndul-lokkarnir, hanakambarnir, gömlukarlahattarnir, straujuðu skyrturnar, gullhringarnir og allur útgangur yfirleitt, fínn eða forugur, að hjómi einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Einn föstudaginn er ég opnaði útidyrnar tók megn hassangan á móti mér. Leit ég þá í kringum mig og sá að þorpið hafði tekið stakkaskiptum. Gömlu karlarnir með hattana og stóíska yfirbragðið voru nær horfnir og þeir fáu sem eftir voru höfðu espast upp. Gömlu konurnar voru einnig á undanhaldi. Hins vegar var skrautlegur hópur búinn að taka torgið yfir. Bar þar mikið á fólki í litskrúðugum fatnaði, sumir með göndul-lokka ættaða frá Jamæku en einnig voru hanakambar á ófáum kollum og lokkar í nösum. Margir slógu drumbur og hver sem vettlingi gat valdið skók alla skanka í afrísku hljóðfalli. Þótti mér nýlundan hressandi en allmargir heimamenn fundu henni flest til foráttu. Sögðu sóðagang hinn mesta fylgja flokki þessum, fyllerí og fíkniefni fyrir utan það að ekki væri flóafriður og þar að auki væri ósómi af þessu fyrir bæinn. Hátíð þessi, Etnosur, stóð í þrjá daga og sóttu hana mörg þúsund manns. Leikið var af fingrum fram frá morgni fram á rauða nótt. Ekki veit ég til þess að upp hafi komið mál vegna kynferðislegrar áreitni, stimpinga né slagsmála. Ekki sá ég slagandi fólk né fyrirgangssamt og bærinn var ávallt orðinn hreinn að morgni. Tónlistin var heldur ekki með þeim hætti að hún ætti að valda pirringi. Mig grunar að það sé helst útgangur gestanna sem espar margan heimamanninn svona upp. Það er nefnilega svo oft sem yfirborðið ræður afstöðu okkar. Annars veit ég það ekki. En hitt veit ég að á meðan ég hlustaði á Nelidu Karr frá Miðbaugs-Gíneu syngja á torginu urðu göndul-lokkarnir, hanakambarnir, gömlukarlahattarnir, straujuðu skyrturnar, gullhringarnir og allur útgangur yfirleitt, fínn eða forugur, að hjómi einu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun