Tímaspursmál hvenær stórmót í golfi verður haldið hér á landi Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2018 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Evrópumótaröðin í golfi í kvennaflokki er í viðræðum við Golfsamband Íslands um að mót verði haldið hér á landi einn daginn en þetta staðfesti bæði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, og fjölmiðlafulltrúi Evrópumótaraðarinnar í samtali við Fréttablaðið. Er um að ræða næststerkustu mótaröð heims í kvennaflokki sem Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, leikur á. Í samtali við íþróttadeild Fréttablaðsins staðfesti Haukur að þessar viðræður hefðu staðið yfir í svolítinn tíma en væru enn á grunnstigi. Fram undan væri fundur með forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar þar sem nánar væri farið í þetta. „Viðræðurnar hófust á síðasta ári, þau eru afar áhugasöm um að halda mót á Íslandi eftir að hafa hrifist af íslensku kylfingunum á mótaröðinni en þetta er enn á grunnstigi. Við erum að fara að funda með þeim á Íslandi á næstunni og halda áfram að skoða möguleikann á þessu. Ég get fullyrt að þetta er ekki á dagskrá allavega næstu tvö árin. Það er ansi margt sem þarf að huga að þegar kemur að þessu en það er bara tímaspursmál hvenær stórmót í golfi fer fram á Íslandi, hvort sem það verður í karla- eða kvennaflokki.“ Líkt og búast mátti við er stærsta vandamálið að fjármagna verkefnið en heildarverðlaunaféð þarf að vera 250.000 evrur eða rétt rúmlega 30 milljónir íslenskra króna sem styrktaraðilar mótsins greiða. „Við erum með vellina og aðstæður til að halda slíkt mót, við höfum haldið alþjóðleg mót áður, en stærsta verkefnið verður að finna fyrirtæki sem vilja vera styrktaraðilar. Þumalputtareglan er að mótið kosti yfirleitt helmingi meira svo að það er hægt að horfa á að ef verðlaunaféð er þrjátíu milljónir erum við að horfa á heildarpakka upp á fimmtíu til sextíu milljónir,“ sagði Haukur og bætti við: „Það segir sig sjálft að hvaða fyrirtæki sem er getur ekki tekið þátt í þessu. Fyrir vikið erum við vongóðir um að alþjóðleg fyrirtæki sem eru á Íslandi sýni þessu áhuga. Svo er auðvitað frábær landkynning í þessu fyrir Ísland. Þetta er allt tekið upp og hægt er að nota það til framtíðar,“ sagði Haukur en algengt er að þrjú til fjögur fyrirtæki taki að sér að fjármagna mótið. Hann segir að GSÍ sé ekki byrjað að ræða við velli né styrktaraðila um að koma að verkefninu en að sambandið sé með hugmyndir. „Viðræður eru ekki hafnar en auðvitað erum við með hugmyndir um hvaða vellir kæmu til greina. Það getur ekki hvaða völlur sem er tekið við 150 kylfingum og öllu amstrinu sem er í kringum þetta, rétt eins og það getur ekki hvaða fyrirtæki sem er borgað þessar upphæðir. Það þarf að vera góð gistiaðstaða, góð aðstaða til að sýna frá mótinu og til að taka á móti áhorfendum á vellinum þannig að það útilokar ýmsa velli,“ sagði Haukur. Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Evrópumótaröðin í golfi í kvennaflokki er í viðræðum við Golfsamband Íslands um að mót verði haldið hér á landi einn daginn en þetta staðfesti bæði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, og fjölmiðlafulltrúi Evrópumótaraðarinnar í samtali við Fréttablaðið. Er um að ræða næststerkustu mótaröð heims í kvennaflokki sem Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, leikur á. Í samtali við íþróttadeild Fréttablaðsins staðfesti Haukur að þessar viðræður hefðu staðið yfir í svolítinn tíma en væru enn á grunnstigi. Fram undan væri fundur með forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar þar sem nánar væri farið í þetta. „Viðræðurnar hófust á síðasta ári, þau eru afar áhugasöm um að halda mót á Íslandi eftir að hafa hrifist af íslensku kylfingunum á mótaröðinni en þetta er enn á grunnstigi. Við erum að fara að funda með þeim á Íslandi á næstunni og halda áfram að skoða möguleikann á þessu. Ég get fullyrt að þetta er ekki á dagskrá allavega næstu tvö árin. Það er ansi margt sem þarf að huga að þegar kemur að þessu en það er bara tímaspursmál hvenær stórmót í golfi fer fram á Íslandi, hvort sem það verður í karla- eða kvennaflokki.“ Líkt og búast mátti við er stærsta vandamálið að fjármagna verkefnið en heildarverðlaunaféð þarf að vera 250.000 evrur eða rétt rúmlega 30 milljónir íslenskra króna sem styrktaraðilar mótsins greiða. „Við erum með vellina og aðstæður til að halda slíkt mót, við höfum haldið alþjóðleg mót áður, en stærsta verkefnið verður að finna fyrirtæki sem vilja vera styrktaraðilar. Þumalputtareglan er að mótið kosti yfirleitt helmingi meira svo að það er hægt að horfa á að ef verðlaunaféð er þrjátíu milljónir erum við að horfa á heildarpakka upp á fimmtíu til sextíu milljónir,“ sagði Haukur og bætti við: „Það segir sig sjálft að hvaða fyrirtæki sem er getur ekki tekið þátt í þessu. Fyrir vikið erum við vongóðir um að alþjóðleg fyrirtæki sem eru á Íslandi sýni þessu áhuga. Svo er auðvitað frábær landkynning í þessu fyrir Ísland. Þetta er allt tekið upp og hægt er að nota það til framtíðar,“ sagði Haukur en algengt er að þrjú til fjögur fyrirtæki taki að sér að fjármagna mótið. Hann segir að GSÍ sé ekki byrjað að ræða við velli né styrktaraðila um að koma að verkefninu en að sambandið sé með hugmyndir. „Viðræður eru ekki hafnar en auðvitað erum við með hugmyndir um hvaða vellir kæmu til greina. Það getur ekki hvaða völlur sem er tekið við 150 kylfingum og öllu amstrinu sem er í kringum þetta, rétt eins og það getur ekki hvaða fyrirtæki sem er borgað þessar upphæðir. Það þarf að vera góð gistiaðstaða, góð aðstaða til að sýna frá mótinu og til að taka á móti áhorfendum á vellinum þannig að það útilokar ýmsa velli,“ sagði Haukur.
Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira