Sport

Þetta er nýjasta íslenska dóttirin á heimsleikunum í crossfit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oddrún Eik Gylfadóttir.
Oddrún Eik Gylfadóttir. Mynd/Instagram/eikgylfadottir
Við þekkjum öll Anníe Mist, Katrínu Tönju og Ragnheiði Söru sem hafa keppt á mörgum heimsleikum í crossfit en í ár er íslensk crossfit kona að stíga sín fyrstu skref á leikunum.

Nýjasta dóttirin á heimsleikunum í crossfit er Oddrún Eik Gylfadóttir. Hún er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingsflokki en tók þátt í liðakeppnini fyrir tveimur árum.

Oddrún Eik er 29 ára gömul og hefur markaðssett sig undir gælunafninu „Dottir in the Desert“ en hún hefur keppt undir merkjum CrossFit Nordvest frá Kaupmannahöfn.

Í dag starfar hún sem sjúkraþjálfari og einkaþjálfari í miðausturlöndum (Sameinuðu arabísku furstadæmunum) og þaðan kemur því gælunafnið hennar. Það er hægt að fræðast aðeins meira um hana með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má síðan sjá myndband með Oddrúnu Eik eða Eik eins og hún er oftast kölluð. Það er ljóst að hér er skemmtileg týpa á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með á heimsleikunum í ár.







Oddrún Eik varð í þriðja sæti í undankeppninni í byrjun júní og tryggði sér þar með sæti á heimsleikkunum. Hún komst þar á fram með tveimur bandarískum stelpum og einni syelpu frá Nýja-Sjálandi.





Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og fyrsti dagurinn verður sá erfiðasti í sögu heimsleikanna. Þar á meðal þurfa keppendur að fara í gegnum langa hjólreiðakeppni og svo enda daginn á maraþonróðri sem mun taka þrjá til fjóra klukkutíma.

Það mun því reyna vel á Oddrúnu Eik Gylfadóttur á hennar fyrsta degi á heimsleikunum.


Tengdar fréttir

Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva

Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×