Meira en þrjátíu milljónir í boði fyrir þann sem vinnur heimsleikana í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 12:00 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa allar komist á verðlaunapall á heimsleikunum undanfarin ár, þar af hafa Annie og Katrín unnið tvívegis. Vísir/eyþór Verðlaunaféð hækkar á milli ára á heimsleikunum í crossfit og keppendur fá bæði væna summu fyrir að vinna leikana sem og ágætis pening fyrir að vinna hverja grein í keppninni. Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og við Íslendingar eigum þar fimm keppendur í einstaklingskeppninni að þessu sinni. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Það er ekki bara í boði heiðurinn að vera hraustasti karl eða hraustasta kona heims því verðlaunaféð er ekki af verri gerðinni. Verðlaunaféð er líka jafnmikið fyrir karla og konur sem er til mikillar fyrirmyndar. 40 karlar og 40 konur komust í gegn undankeppnina og munu keppa á þessum tólftu heimsleikum í crossfit. Keppnin stendur frá miðvikudegi til sunnudags. Sá keppandi sem stendur uppi sem sigurvegari mun vinna sér inn 300 þúsund dollara eða tæplega 32 milljónir íslenskra króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. Að auki munu keppendur fá verðlaunfé fyrir að vinna einstakar greinar í keppninni. Þeir fá þrjú þúsund dollara, 315 þúsund íslenskar krónur, fyrir sigur í grein, tvö þúsund fyrir annað sætið og þúsund dollara, 105 þúsund íslenskar krónur, fyrir þriðja sætið. Mathew Fraser vann karlaflokkinn á heimsleikunum í crossfit í fyrra og vann sér inn 309 þúsund dollara en Tia-Clair Toomey vann kvennaflokkinn og vann sér inn 298 þúsund dollara. Bæði fengu þau 285 þúsund dollara fyrir sigurinn og á því sést að verðlaunaféð hefur hækkað um fimmtán þúsund dollara eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Það má finna meira um skiptingu verðlaunafésins með því að smella hér. CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. 31. júlí 2018 09:00 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Verðlaunaféð hækkar á milli ára á heimsleikunum í crossfit og keppendur fá bæði væna summu fyrir að vinna leikana sem og ágætis pening fyrir að vinna hverja grein í keppninni. Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og við Íslendingar eigum þar fimm keppendur í einstaklingskeppninni að þessu sinni. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Það er ekki bara í boði heiðurinn að vera hraustasti karl eða hraustasta kona heims því verðlaunaféð er ekki af verri gerðinni. Verðlaunaféð er líka jafnmikið fyrir karla og konur sem er til mikillar fyrirmyndar. 40 karlar og 40 konur komust í gegn undankeppnina og munu keppa á þessum tólftu heimsleikum í crossfit. Keppnin stendur frá miðvikudegi til sunnudags. Sá keppandi sem stendur uppi sem sigurvegari mun vinna sér inn 300 þúsund dollara eða tæplega 32 milljónir íslenskra króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. Að auki munu keppendur fá verðlaunfé fyrir að vinna einstakar greinar í keppninni. Þeir fá þrjú þúsund dollara, 315 þúsund íslenskar krónur, fyrir sigur í grein, tvö þúsund fyrir annað sætið og þúsund dollara, 105 þúsund íslenskar krónur, fyrir þriðja sætið. Mathew Fraser vann karlaflokkinn á heimsleikunum í crossfit í fyrra og vann sér inn 309 þúsund dollara en Tia-Clair Toomey vann kvennaflokkinn og vann sér inn 298 þúsund dollara. Bæði fengu þau 285 þúsund dollara fyrir sigurinn og á því sést að verðlaunaféð hefur hækkað um fimmtán þúsund dollara eða um eina og hálfa milljón íslenskra króna. Það má finna meira um skiptingu verðlaunafésins með því að smella hér.
CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. 31. júlí 2018 09:00 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29
Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. 31. júlí 2018 09:00
Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30
Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00