Lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 18:20 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans Vísir/VIlhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hann segir deiluaðila þurfa að ná samkomulagi sem leiði til þess að ljósmæður snúi aftur til starfa á Landspítala. Páll segir þetta í forstjórapistli sínu en hann segir ljóst að öryggi sé ógnað og að ekki verður lengi haldið áfram með of fáum ljósmæðrum sem að auki eru að örmagnast vegna álags. Hann segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hafa færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt síðastliðins miðvikudags þegar yfirvinnuverkfall bættist við þær uppsagnir sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. „Fyrir miðvikudaginn náði mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild ekki upp í verkfallsneyðarlista. Nú bætast við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu og álagið kemur einnig fram í öðrum einingum fæðingarþjónustunnar. Samhliða hefur geta annarra stofnana til að hlaupa undir bagga með okkur minnkað, enda hefur verkfallið áhrif þar sömuleiðis,“ segir Páll í pistli sínum. Forsvarsmenn Landspítalans hafa neyðst til að flytja þjónustu meðgöngu- og sængurlegudeildar á kvenlækningadeild 21A, frá og með deginum í dag. „Þetta hefur í för með sér aukið álag annars staðar á spítalanum, þar sem 21A getur ekki lengur gegnt mikilvægu hlutverki sem yfirflæðisdeild fyrir sjúklinga af lyflækninga- og skurðlækningasviðum og búast má við áhrifum á þann sjúklingahóp sem 21A sinnir öllu jafna, en deildin er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum,“ skrifar Páll. Hann segir fyrstu ómskoðun hætt frá mánudeginum 23. júlí. „Þetta er valkvæð rannsókn, sem flestar þungaðar konur hafa samt nýtt sér. Vikulega eru að meðaltali gerðar um 65 slíkar ómskoðanir við 11-14 vikna meðgöngu með og án samþætts líkindamats. Eftir sem áður verður 20 vikna ómskoðun til staðar. Þótt þessi fyrsta ómskoðun sé ekki bráðnauðsynleg öryggis vegna, þá er þessi rannsókn hlekkur í víðtæku og öflugu mæðraeftirliti sem skilað hefur árangri í fæðingum sem er framúrskarandi á heimsvísu,“ skrifar forstjórinn. Hann segir breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar landshluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Landspítali veitir. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hann segir deiluaðila þurfa að ná samkomulagi sem leiði til þess að ljósmæður snúi aftur til starfa á Landspítala. Páll segir þetta í forstjórapistli sínu en hann segir ljóst að öryggi sé ógnað og að ekki verður lengi haldið áfram með of fáum ljósmæðrum sem að auki eru að örmagnast vegna álags. Hann segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hafa færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt síðastliðins miðvikudags þegar yfirvinnuverkfall bættist við þær uppsagnir sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. „Fyrir miðvikudaginn náði mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild ekki upp í verkfallsneyðarlista. Nú bætast við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu og álagið kemur einnig fram í öðrum einingum fæðingarþjónustunnar. Samhliða hefur geta annarra stofnana til að hlaupa undir bagga með okkur minnkað, enda hefur verkfallið áhrif þar sömuleiðis,“ segir Páll í pistli sínum. Forsvarsmenn Landspítalans hafa neyðst til að flytja þjónustu meðgöngu- og sængurlegudeildar á kvenlækningadeild 21A, frá og með deginum í dag. „Þetta hefur í för með sér aukið álag annars staðar á spítalanum, þar sem 21A getur ekki lengur gegnt mikilvægu hlutverki sem yfirflæðisdeild fyrir sjúklinga af lyflækninga- og skurðlækningasviðum og búast má við áhrifum á þann sjúklingahóp sem 21A sinnir öllu jafna, en deildin er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum,“ skrifar Páll. Hann segir fyrstu ómskoðun hætt frá mánudeginum 23. júlí. „Þetta er valkvæð rannsókn, sem flestar þungaðar konur hafa samt nýtt sér. Vikulega eru að meðaltali gerðar um 65 slíkar ómskoðanir við 11-14 vikna meðgöngu með og án samþætts líkindamats. Eftir sem áður verður 20 vikna ómskoðun til staðar. Þótt þessi fyrsta ómskoðun sé ekki bráðnauðsynleg öryggis vegna, þá er þessi rannsókn hlekkur í víðtæku og öflugu mæðraeftirliti sem skilað hefur árangri í fæðingum sem er framúrskarandi á heimsvísu,“ skrifar forstjórinn. Hann segir breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar landshluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Landspítali veitir.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira