Samninganefndir náðu sáttum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2018 18:14 Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, fagnar því innilega að komin sé niðurstaða. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu saman í gær og sendi ríkissáttasemjari frá sér yfirlýsingu þess efnis að ljósmæður hefðu samþykkt miðlunartillögu sem lögð var fram. Samkomulagið byggir að mestu á samningum frá því í júní, sem ljósmæður felldu með 70 prósent atkvæða, en eftir að Landspítalinn steig inn náðust sáttir. “Þetta þýðir það að við erum að fá inn smá hækkun á grunnlaunaröðuninni. Þetta þýðir það líka að okkar helsta krafa um að fá leiðréttingu, raunverulega leiðréttingu, á launaröðuninni verður send í Gerðardóm og við verðum að treysta því að Gerðardómur skoði málið vel og í hann veljist faglega hæft fólk sem skilar góðu mati. Ég trúi því og treysti,” segir Katrín. Tillagan verður kynnt félagsmönnum og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og greiða samningsaðilar atvæði um hana fyrir klukkan 12. miðvikudaginn 25. júlí næstkomandi. Byrjað er að kynna samningana fyrir ljósmæðrum og Katrín segir að heilt yfir taki konur jákvætt í þetta. “Landspítalinn kom fram núna með það sem uppá vantaði svo við sæum okkur fært að samþykkja þetta. Miðlunartillagan felur svo einnig í sér að okkar helsta ágreiningsmál að fá mat á menntun okkar og ábyrgð í starfi, með tilliti til launa, borið saman við aðrar stéttir sem sambærilega menntun og ábyrgð í starfi,” segir hún. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, fagnar því innilega að komin sé niðurstaða. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu saman í gær og sendi ríkissáttasemjari frá sér yfirlýsingu þess efnis að ljósmæður hefðu samþykkt miðlunartillögu sem lögð var fram. Samkomulagið byggir að mestu á samningum frá því í júní, sem ljósmæður felldu með 70 prósent atkvæða, en eftir að Landspítalinn steig inn náðust sáttir. “Þetta þýðir það að við erum að fá inn smá hækkun á grunnlaunaröðuninni. Þetta þýðir það líka að okkar helsta krafa um að fá leiðréttingu, raunverulega leiðréttingu, á launaröðuninni verður send í Gerðardóm og við verðum að treysta því að Gerðardómur skoði málið vel og í hann veljist faglega hæft fólk sem skilar góðu mati. Ég trúi því og treysti,” segir Katrín. Tillagan verður kynnt félagsmönnum og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og greiða samningsaðilar atvæði um hana fyrir klukkan 12. miðvikudaginn 25. júlí næstkomandi. Byrjað er að kynna samningana fyrir ljósmæðrum og Katrín segir að heilt yfir taki konur jákvætt í þetta. “Landspítalinn kom fram núna með það sem uppá vantaði svo við sæum okkur fært að samþykkja þetta. Miðlunartillagan felur svo einnig í sér að okkar helsta ágreiningsmál að fá mat á menntun okkar og ábyrgð í starfi, með tilliti til launa, borið saman við aðrar stéttir sem sambærilega menntun og ábyrgð í starfi,” segir hún.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira