Færri fljúga innanlands Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 07:50 Færri fara um flugvelli landsins. Vísir/GVA Um 8000 færri farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi árs en á sama tímabili í fyrra, ef marka má úttekt Túrista. Alls fór um 377 þúsund manns um flugvellina en rétt er að athuga að Keflavíkurflugvöllur er ekki inni í þessari tölu. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa að meðaltali um 388 þúsund manns farið um vellina á þessari öld. Á töflu sem Túristi tók saman og sjá má hér að neðan er þó greinilegt að hinn mikli fjöldi sem nýtti sér innanlandsflug árin 2000, 2007 og 2008 hífir upp meðaltalið. Svo virðist sem samdrátturinn hafi verið mestur á Reykjavíkurflugvelli, þar sem ferðum farþega fækkar um 5 prósent á milli ára. Samdrátturinn er hins vegar minni á Egilsstöðum og þá varð fjölgun á Akureyrarflugvelli. Í tilfelli síðari flugvallarins verður þó að horfa til að þess að um 3.525 farþegar flugu milli Akureyrar og Bretlands fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt tölum frá breskum flugmálayfirvöldum sem Túristi vísar í. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á þessar ferðir - „ ef ekki hefði komið til þeirra þá hefði þróunin á flugstöðinni á Akureyri verið neikvæð í ár líkt og í Reykjavík og Egilsstöðum,“ segir í frétt Túrista. Í tölum Isavia er farþegafjöldinn á öðrum flugvöllum ekki sundurliðaður. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Um 8000 færri farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi árs en á sama tímabili í fyrra, ef marka má úttekt Túrista. Alls fór um 377 þúsund manns um flugvellina en rétt er að athuga að Keflavíkurflugvöllur er ekki inni í þessari tölu. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa að meðaltali um 388 þúsund manns farið um vellina á þessari öld. Á töflu sem Túristi tók saman og sjá má hér að neðan er þó greinilegt að hinn mikli fjöldi sem nýtti sér innanlandsflug árin 2000, 2007 og 2008 hífir upp meðaltalið. Svo virðist sem samdrátturinn hafi verið mestur á Reykjavíkurflugvelli, þar sem ferðum farþega fækkar um 5 prósent á milli ára. Samdrátturinn er hins vegar minni á Egilsstöðum og þá varð fjölgun á Akureyrarflugvelli. Í tilfelli síðari flugvallarins verður þó að horfa til að þess að um 3.525 farþegar flugu milli Akureyrar og Bretlands fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt tölum frá breskum flugmálayfirvöldum sem Túristi vísar í. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á þessar ferðir - „ ef ekki hefði komið til þeirra þá hefði þróunin á flugstöðinni á Akureyri verið neikvæð í ár líkt og í Reykjavík og Egilsstöðum,“ segir í frétt Túrista. Í tölum Isavia er farþegafjöldinn á öðrum flugvöllum ekki sundurliðaður.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00