Herraföt orðin meira spennandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Ási hefur á síðustu árum verið að færa sig meira yfir í herratískuna. Aðsend Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning