Tengja Íslendinga, Baska og Spánverja með tónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 10:00 Ólafur kemur að menningarstarfsemi í eyðibyggðum Vestfjarða. Fréttablaðið/Anton Brink Þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa Dúó Atlantica, ætla að flytja þjóðlög á basknesku, spænsku og íslensku í félagsheimilinu Dalbæ á Snæfjallaströnd á laugardaginn. Einnig sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga, sem gegndi einmitt læknisstörfum í héraðinu í tíu ár og tók þar upp Kaldalónsnafnið. Nokkur lög á tónleikunum tilheyra safni þjóðlaga sem rithöfundurinn Federico García Lorca og flamenkósöngkonan „La Argentinita“ söfnuðu í Andalúsíu. Lorca útsetti lögin á einfaldan hátt fyrir rödd og píanó en Guðrún og Javier flytja lögin, umskrifuð af Javier, fyrir rödd og gítar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Snæfjallaströnd er við norðanvert Ísafjarðardjúp. Sveitin er nú í eyði en Ólafur Jóhann Engilbertsson er fróður um hana. Hann er formaður stjórnar Snjáfjallaseturs sem er fimmtán ára gamalt félag um útgáfu, vefsetur, sýningar og viðburði á Snæfjallaströnd. „Dalbær er samkomuhús sem byggt var í Unaðsdal 1973. Þar hafa verið viðburðir öðru hvoru á undanförnum árum þó íbúarnir séu farnir úr sveitinni. Grunnsýningin þar er sögu- og myndasýning úr Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. Sérsýningar eru um Sigvalda Kaldalóns tónskáld og önnur um Baskavígin,“ lýsir hann. Unaðsdalur er við enda vegarins við Djúpið norðanvert. Þar eru ýmsir hópar á ferð, að sögn Ólafs Jóhanns, meðal annars gönguhópar og hægt er að óska eftir gistingu í Dalbæ. Ingibjörg Kjartansdóttir, sem er með símanúmerið 868?1964, tekur við pöntunum. „Þetta er svo sem ekki fjölsótt svæði en alltaf er reytingur af fólki yfir sumarið. Vegurinn er ágætur, heflaður malarvegur um 38 kílómetra leið frá malbikaða veginum inni í Djúpi,“ segir Ólafur. Hús tileinkað skáldinu Steini Steinarr er á þessari leið, reyndar örskammt frá þjóðveginum til Ísafjarðar. „Ég mæli með kaffinu í Steinshúsi og vöfflunum. Þar er sýning um Stein sem var sett upp fyrir þremur árum og er opin fram í lok ágúst,“ segir Ólafur. Baskavinafélagið er einn angi menningarstarfseminnar sem tilheyrir þessu svæði. Ólafur segir milli 40 og 50 manns í því félagi. „Ísland og Spánn voru tengd í gegnum aldirnar vegna fiskveiða Spánverja við Ísland og á 17. öld var gefið út baskneskt-íslenskt orðasafn, það hefur verið talið fyrsti vísir að orðabók á Íslandi,“ upplýsir hann. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.30. Aðgangur er ókeypis en kaffiveitingar verða til sölu. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þau Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa Dúó Atlantica, ætla að flytja þjóðlög á basknesku, spænsku og íslensku í félagsheimilinu Dalbæ á Snæfjallaströnd á laugardaginn. Einnig sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, eitt ástsælasta tónskáld Íslendinga, sem gegndi einmitt læknisstörfum í héraðinu í tíu ár og tók þar upp Kaldalónsnafnið. Nokkur lög á tónleikunum tilheyra safni þjóðlaga sem rithöfundurinn Federico García Lorca og flamenkósöngkonan „La Argentinita“ söfnuðu í Andalúsíu. Lorca útsetti lögin á einfaldan hátt fyrir rödd og píanó en Guðrún og Javier flytja lögin, umskrifuð af Javier, fyrir rödd og gítar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Snæfjallaströnd er við norðanvert Ísafjarðardjúp. Sveitin er nú í eyði en Ólafur Jóhann Engilbertsson er fróður um hana. Hann er formaður stjórnar Snjáfjallaseturs sem er fimmtán ára gamalt félag um útgáfu, vefsetur, sýningar og viðburði á Snæfjallaströnd. „Dalbær er samkomuhús sem byggt var í Unaðsdal 1973. Þar hafa verið viðburðir öðru hvoru á undanförnum árum þó íbúarnir séu farnir úr sveitinni. Grunnsýningin þar er sögu- og myndasýning úr Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. Sérsýningar eru um Sigvalda Kaldalóns tónskáld og önnur um Baskavígin,“ lýsir hann. Unaðsdalur er við enda vegarins við Djúpið norðanvert. Þar eru ýmsir hópar á ferð, að sögn Ólafs Jóhanns, meðal annars gönguhópar og hægt er að óska eftir gistingu í Dalbæ. Ingibjörg Kjartansdóttir, sem er með símanúmerið 868?1964, tekur við pöntunum. „Þetta er svo sem ekki fjölsótt svæði en alltaf er reytingur af fólki yfir sumarið. Vegurinn er ágætur, heflaður malarvegur um 38 kílómetra leið frá malbikaða veginum inni í Djúpi,“ segir Ólafur. Hús tileinkað skáldinu Steini Steinarr er á þessari leið, reyndar örskammt frá þjóðveginum til Ísafjarðar. „Ég mæli með kaffinu í Steinshúsi og vöfflunum. Þar er sýning um Stein sem var sett upp fyrir þremur árum og er opin fram í lok ágúst,“ segir Ólafur. Baskavinafélagið er einn angi menningarstarfseminnar sem tilheyrir þessu svæði. Ólafur segir milli 40 og 50 manns í því félagi. „Ísland og Spánn voru tengd í gegnum aldirnar vegna fiskveiða Spánverja við Ísland og á 17. öld var gefið út baskneskt-íslenskt orðasafn, það hefur verið talið fyrsti vísir að orðabók á Íslandi,“ upplýsir hann. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.30. Aðgangur er ókeypis en kaffiveitingar verða til sölu.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira