Af þeim Slash og sléttbak Jóhannes Þ. Skúlason skrifar 26. júlí 2018 07:00 Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland að vini eftir ánægjulega dvöl. Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferðaþjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferðamanna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir Íslandsvinina. Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum samfélagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma. Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunarfyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð Íslandssléttbakinn góða á svamli. Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð. En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um eitthvert vesen.Höfundur er framkvæmdastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland að vini eftir ánægjulega dvöl. Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferðaþjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferðamanna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir Íslandsvinina. Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum samfélagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma. Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunarfyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð Íslandssléttbakinn góða á svamli. Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð. En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um eitthvert vesen.Höfundur er framkvæmdastjóri SAF
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar