Þarf að markaðssetja mig betur Hjörvar Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 09:00 Haraldur kemur til Eyja frá Skotlandi. vísir/getty Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokaholunum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spilamennsku,“ sagði Haraldur um frumraun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í september síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjölmiðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjölmiðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vestmannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmannaeyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í höggleik árið 2012. Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokaholunum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spilamennsku,“ sagði Haraldur um frumraun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í september síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjölmiðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjölmiðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vestmannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmannaeyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í höggleik árið 2012.
Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15
Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30