Sæmi Rokk fór í Þjóðskrá í dag: "Nú heiti ég þetta bara“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 20:00 Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum. Mannanöfn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum.
Mannanöfn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira