Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. VÍSIR/AFP Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. Blöðin birtu leiðara þar sem því var haldið fram að samfélagi gyðinga á Bretlandi stafaði ógn af þeim möguleika að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kæmist til valda. „Þetta gerum við af því að flokkurinn sem var, þar til nýlega, náttúrulegt heimili okkar samfélags hefur breyst vegna fyrirlitningar Corbyn-liða í garð gyðinga og Ísraels. Þessi smánarblettur gyðingahaturs hefur fest á stjórnarandstöðunni eftir að Jeremy Corbyn varð leiðtogi hennar árið 2015,“ sagði meðal annars í leiðaranum. Ásakanir um andúð á gyðingum hafa plagað Verkamannaflokkinn undanfarna mánuði. Það leiddi til þess að flokkurinn uppfærði reglur sínar í síðustu viku. Þær breytingar voru þó ekki nógu miklar, að mati ritstjórna dagblaðanna þriggja. „Sú þrjóska Verkamannaflokksins að innleiða ekki að fullu skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingaandúð, sem leiddi til þess að þingmaður flokksins, Margaret Hodge, sagði við leiðtoga sinn að hann væri gyðingahatari, er versta móðgunin til þessa.“ Helsti munurinn á nýjum reglum flokksins og skilgreiningar IHRA er sá, að mati ritstjórnanna, að í reglum Verkamannaflokksins er ekki kveðið á um að samanburður Ísraelsríkis við Þýskaland nasismans jafngildi gyðingahatri né að það sé gyðingahatur að segja tilvist Ísraelsríkis sjálfa rasíska. Umræðan um skilgreiningu á gyðingahatri hefur klofið Verkamannaflokkinn. Corbyn og skuggaráðherrar hans eru í minnihluta í umræðunni. Á mánudag var samþykkt að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði um það í september hvort innleiða skuli skilgreiningu IHRA að fullu í reglur flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. Blöðin birtu leiðara þar sem því var haldið fram að samfélagi gyðinga á Bretlandi stafaði ógn af þeim möguleika að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kæmist til valda. „Þetta gerum við af því að flokkurinn sem var, þar til nýlega, náttúrulegt heimili okkar samfélags hefur breyst vegna fyrirlitningar Corbyn-liða í garð gyðinga og Ísraels. Þessi smánarblettur gyðingahaturs hefur fest á stjórnarandstöðunni eftir að Jeremy Corbyn varð leiðtogi hennar árið 2015,“ sagði meðal annars í leiðaranum. Ásakanir um andúð á gyðingum hafa plagað Verkamannaflokkinn undanfarna mánuði. Það leiddi til þess að flokkurinn uppfærði reglur sínar í síðustu viku. Þær breytingar voru þó ekki nógu miklar, að mati ritstjórna dagblaðanna þriggja. „Sú þrjóska Verkamannaflokksins að innleiða ekki að fullu skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingaandúð, sem leiddi til þess að þingmaður flokksins, Margaret Hodge, sagði við leiðtoga sinn að hann væri gyðingahatari, er versta móðgunin til þessa.“ Helsti munurinn á nýjum reglum flokksins og skilgreiningar IHRA er sá, að mati ritstjórnanna, að í reglum Verkamannaflokksins er ekki kveðið á um að samanburður Ísraelsríkis við Þýskaland nasismans jafngildi gyðingahatri né að það sé gyðingahatur að segja tilvist Ísraelsríkis sjálfa rasíska. Umræðan um skilgreiningu á gyðingahatri hefur klofið Verkamannaflokkinn. Corbyn og skuggaráðherrar hans eru í minnihluta í umræðunni. Á mánudag var samþykkt að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði um það í september hvort innleiða skuli skilgreiningu IHRA að fullu í reglur flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29