Valdís Þóra úr leik á Opna skoska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2018 14:58 Valdís Þóra náði ekki að bæta fyrir erfiðan hring í gær vísir/getty Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í Aberdeen. Hún kláraði annan hringinn í dag á pari vallarins og var samtals á þremur höggum yfir pari. Valdís átti ekki nógu góðan dag í gær og kláraði fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur haldist við eitt högg yfir par í dag og því erfitt, en alls ekki ómögulegt, verkefni fyrir höndum hjá Valdísi að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún byrjaði daginn mjög vel og fékk fugl á annari holu. Hún fékk svo skolla á 6. holu en kláraði fyrri níu með því að bæta við öðrum fugli og var því einu höggi undir pari, samtals á tveimur yfir í mótinu, eftir fyrri níu holurnar. Seinni níu holurnar voru mjög skrautlegar hjá Skagakonunni. Hún fékk fugl á 11. holu og var komin undir niðurskurðarlínuna. Svo komu hins vegar tveir skollar og einn fugl á næstu þremur holum og Íslandsmeistarinn 2017 aftur dottin úr leik. Eftir par á 15. - 17. holu fékk Valdís svo skolla á 18. og var þar með nokkuð ljóst að hún sé úr leik. Eins og staðan var í mótinu þegar Valdís lauk leik lenti hún jöfn í 96. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig á meðal keppenda í mótinu. Hún átti enn erfiðara verkefni fyrir höndum því hún lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari. Hún er tiltölulega nýfarin af stað á öðrum hring og er búin að fá tvo fugla á fyrstu fimm holunum. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem fer fram í Aberdeen. Hún kláraði annan hringinn í dag á pari vallarins og var samtals á þremur höggum yfir pari. Valdís átti ekki nógu góðan dag í gær og kláraði fyrsta hringinn á þremur höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan hefur haldist við eitt högg yfir par í dag og því erfitt, en alls ekki ómögulegt, verkefni fyrir höndum hjá Valdísi að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún byrjaði daginn mjög vel og fékk fugl á annari holu. Hún fékk svo skolla á 6. holu en kláraði fyrri níu með því að bæta við öðrum fugli og var því einu höggi undir pari, samtals á tveimur yfir í mótinu, eftir fyrri níu holurnar. Seinni níu holurnar voru mjög skrautlegar hjá Skagakonunni. Hún fékk fugl á 11. holu og var komin undir niðurskurðarlínuna. Svo komu hins vegar tveir skollar og einn fugl á næstu þremur holum og Íslandsmeistarinn 2017 aftur dottin úr leik. Eftir par á 15. - 17. holu fékk Valdís svo skolla á 18. og var þar með nokkuð ljóst að hún sé úr leik. Eins og staðan var í mótinu þegar Valdís lauk leik lenti hún jöfn í 96. sæti. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig á meðal keppenda í mótinu. Hún átti enn erfiðara verkefni fyrir höndum því hún lék fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari. Hún er tiltölulega nýfarin af stað á öðrum hring og er búin að fá tvo fugla á fyrstu fimm holunum.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira