Anna Sólveig með nýtt vallarmet í Vestmannaeyjum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. júlí 2018 15:15 Anna Sólveig náði frábærum árangri í Eyjum í dag Mynd/seth@golf.is Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili sló vallarmet á Vestmannaeyjavelli á öðrum keppnisdeigi Íslandsmótsins í golfi í dag. Anna Sólveig deilir forystunni á mótinu með Guðrúnu Brá Björgvinssdóttur þegar mótið er hálfnað. Anna Sólveig fór hringinn í dag á 65 höggum, eða fimm höggum undir pari, og bætti þar með vallarmetið. Hún fékk samtals níu fugla á hringnum í dag. „Ég var ekki viss um að ég kæmist í gegnum niðurskurðinn miðað við hvernig ég spilaði á fyrsta hringnum. Það var eitthvað sem gerðist á upphafsholunum sem varð til þess að ég lék svona vel. Góð byrjun hvatti mig áfram og ég hef aldrei leikið svona golfhring áður,“ sagði Anna Sólveig við golf.is eftir hringinn í dag. Alls fóru 19 kylfingar í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Guðrún Brá var í forystu fyrir daginn í dag en hún fór annan hringinn á fimm höggum yfir pari og eru hún og Anna Sólveig jafnar á fimm höggum yfir pari með eins höggs forystu á Helgu Kristínu Einarsdóttur. Allar þrjár eru úr Keili. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Valdís Þóra Jónsdóttir, er ekki á meðal keppenda í mótinu og því ljóst að hún mun ekki verja titil sinn í ár.Staðan í kvennaflokkunum við niðurskurð eftir tvo hringi: 1.-2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75) 145 högg (+5) 1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65) 145 högg (+5) 3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73) 146 högg (+6) 4.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-70) 148 högg (+8) 4.-5. Saga Traustadóttir, GR (72-76) 148 högg (+8) 6. Heiða Guðnadóttir, GM (80-71) 151 högg (+11) 7.-8. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA (80-73) 153 högg (+13) 7.-8. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-75) 153 högg (+13) 9.-15. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75) 154 högg (+14) 9.-15. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (76-80) 156 högg (+16) 9.-15. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (77-79) 156 högg (+16) 9.-15. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR (75-81) 156 högg (+16) 9.-15. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81) 156 högg (+16) 9.-15. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (80-76) 156 högg (+16) 9.-15. Berglind Björnsdóttir, GR (76-80) 156 högg (+16) 16. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (76-81) 157 högg (+17) 17. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74) 158 högg (+18) 18.-19. Eva Karen Björnsdóttir, GR (81-78) 159 högg (+19) 18.-19. Árný Eik Dagsdóttir GKG (80-79) 159 högg (+19) Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá leiðir með tveimur höggum eftir fyrsta hring Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili leiðir eftir fyrsta hring í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en leikið er í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2018 18:04 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili sló vallarmet á Vestmannaeyjavelli á öðrum keppnisdeigi Íslandsmótsins í golfi í dag. Anna Sólveig deilir forystunni á mótinu með Guðrúnu Brá Björgvinssdóttur þegar mótið er hálfnað. Anna Sólveig fór hringinn í dag á 65 höggum, eða fimm höggum undir pari, og bætti þar með vallarmetið. Hún fékk samtals níu fugla á hringnum í dag. „Ég var ekki viss um að ég kæmist í gegnum niðurskurðinn miðað við hvernig ég spilaði á fyrsta hringnum. Það var eitthvað sem gerðist á upphafsholunum sem varð til þess að ég lék svona vel. Góð byrjun hvatti mig áfram og ég hef aldrei leikið svona golfhring áður,“ sagði Anna Sólveig við golf.is eftir hringinn í dag. Alls fóru 19 kylfingar í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Guðrún Brá var í forystu fyrir daginn í dag en hún fór annan hringinn á fimm höggum yfir pari og eru hún og Anna Sólveig jafnar á fimm höggum yfir pari með eins höggs forystu á Helgu Kristínu Einarsdóttur. Allar þrjár eru úr Keili. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Valdís Þóra Jónsdóttir, er ekki á meðal keppenda í mótinu og því ljóst að hún mun ekki verja titil sinn í ár.Staðan í kvennaflokkunum við niðurskurð eftir tvo hringi: 1.-2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75) 145 högg (+5) 1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65) 145 högg (+5) 3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73) 146 högg (+6) 4.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-70) 148 högg (+8) 4.-5. Saga Traustadóttir, GR (72-76) 148 högg (+8) 6. Heiða Guðnadóttir, GM (80-71) 151 högg (+11) 7.-8. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA (80-73) 153 högg (+13) 7.-8. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-75) 153 högg (+13) 9.-15. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75) 154 högg (+14) 9.-15. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (76-80) 156 högg (+16) 9.-15. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (77-79) 156 högg (+16) 9.-15. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR (75-81) 156 högg (+16) 9.-15. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81) 156 högg (+16) 9.-15. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (80-76) 156 högg (+16) 9.-15. Berglind Björnsdóttir, GR (76-80) 156 högg (+16) 16. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (76-81) 157 högg (+17) 17. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74) 158 högg (+18) 18.-19. Eva Karen Björnsdóttir, GR (81-78) 159 högg (+19) 18.-19. Árný Eik Dagsdóttir GKG (80-79) 159 högg (+19)
Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá leiðir með tveimur höggum eftir fyrsta hring Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili leiðir eftir fyrsta hring í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en leikið er í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2018 18:04 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Guðrún Brá leiðir með tveimur höggum eftir fyrsta hring Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili leiðir eftir fyrsta hring í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en leikið er í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2018 18:04