Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 2-1 KA │ÍBV stöðvaði sigurgöngu KA Einar Kárason á Hásteinsvelli skrifar 29. júlí 2018 20:15 Gunnar Heiðar skoraði í kvöld. vísir/Ernir Leikur ÍBV og KA var fyrir leik áhugaverð viðureign vegna stöðu liðanna í deild og formi þeirra. Bæði lið höfðu verið á fínu róli undanfarið þegar þau mættust á Hásteinsvelli í dag, þar sem ÍBV hafði tekið 5 stig úr síðustu 3 leikjum á meðan gestirnir frá Akureyri voru með 9 stig eftir síðustu 3. Leikurinn fór fjörlega af stað en á upphafsmínútunum voru færi á báða bóga. Bjarni Mark Antonsson var nálægt því að koma gestunum yfir en liðsfélagi hans, Callum Williams bjargaði á línu. Strax í næstu sókn slapp Gunnar Heiðar Þorvaldsson í gegn en Cristian Martinez sá við honum. Cristian þurfti svo aftur að taka á honum stóra sínum þegar Sindri Snær Magnússon náði skoti að marki af stuttu færi. Jafnræði var með liðunum þó Eyjamenn fengju mögulega fleiri færi en það voru KA menn sem opnuðu reikninginn eftir 23.mínútna leik þegar Bjarni Mark skoraði frábært skallamark eftir sendingu Hrannars Steingrímssonar frá hægri. Heimamenn voru þó ekki lengi að svara fyrir sig en einungis 5 mínútum síðar átti Kaj Leó í Bartalstovu fyrirgjöf frá vinstri, beint á kollinn á Gunnari Heiðari. Cristian varði skalla hans vel en Gunnar var fljótur að hirða upp restina og setti boltann í netið. Bæði lið skiptust á að sækja það sem eftir leið hálfleiksins en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 1-1. ÍBV hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og það tók þá ekki nema 8 mínútur að komast yfir. Dagur Austmann átti þá sendingu innfyrir vörn KA þar sem Shahab Zahedi var mættur. Shahab tók frábærlega á móti boltanum, snéri á varnarmann KA og skoraði framhjá Cristian í markinu. Alfreð Már Hjaltalín var svo bjargvættur Eyjamanna þegar hann komst í veg fyrir að Ásgeir Sigurgeirsson myndi setja boltann í autt markið eftir að hafa komist framhjá Derby Carillo sem stóð í marki ÍBV. Það var ekki fyrr en um korter lifði leiks að gestirnir settu þunga pressu á þreytta vörn ÍBV en án þess að skapa alvöru marktækifæri. Vörn Eyjamanna stóð sterk og hélt út. Leiknum lauk því með 2-1 sigri ÍBV í hörkuskemmtilegum knattspyrnuleik. Srdjan Tufegdzic Tufa var ekkert of ánægður með sína menn eftir leikinn í dag: ,,Ég er bara mjög svekktur að við mætum ekki til leiks. Mér fannst við vera á hælunum í svona 60 mínútur. Svo allt í einu kveikjum við síðustu 30 og byrjum að spila okkar leik. Þá sköpum við færi til að jafna og það vantaði pínu lítið til þess en ég er mjög ósáttur. Við gerðum okkur grein fyrir að þegar þú mætir til Eyja þá verðuru að koma klár í baráttuna. Vera klár í fyrsta og seinni bolta og vilja þetta meira. Það gekk því miður ekki hjá okkur í dag. Við lærum vonandi af því og verðum klárir í næsta leik." ,,Við getum rætt það síðar hvað klikkaði en áður en þeir skora fyrsta mark sitt eiga þeir nokkur dauðafæri sem Cristian varði sem er enn meira svekkjandi. Við komumst yfir á rosalega erfiðum útivelli á móti liði sem fær ekki mikið af mörkum á sig og náum ekki að halda því. Þetta er bara fótbolti. Við ætlum að snúa þessu við og vera klárir í næsta leik." Guðmann Þórisson þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks. ,,Ég er ekki enn búinn að ræða við hann og sjúkraþjálfarann. Ég skal bara fara og tjékka á honum núna strax. Hann bað bara um skiptingu strax og vonandi er þetta ekki rosa slæmt," sagði Tufa að lokum. Kristján Guðmundsson ,,Leikurinn okkar er bara nokkuð vel útfærður, báðir hálfleikarnir. Bæði varnarlega og sóknarlega", sagði Kristján Guðmundsson í leikslok. ,,Við sköpuðum okkur góð færi og hefðum mögulega getað verið með þannig forustu í hálfleik að við værum öruggir með leikinn. Það var mikilvægt að jafna svona fljótt (Kristján: ,,lentum við ekki undir?" Blaðamaður: ,,Jú") og skora svona snemma í seinni hálfleik." ,,Við náðum að spila aðeins hraðar í seinni hálfleik. Eins með fyrirgjafir. Við vildum fá þær á annan hátt inn í teiginn heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik, en þetta slapp allt til." Framherjar ÍBV voru báðir á skotskónum í dag. Kristján hlýtur að hafa verið ánægður með það? ,,Ég hugsaði þetta einmitt líka í seinni hálfleiknum að þeir væru báðir búnir að skora. Það eru góð merki að framherjarnir séu í þessu ástandi og þetta eru fín mörk. Við sköpuðum fín tækifæri í leiknum og ég er líka bara þokkalega sáttur með varnarleikinn. Þetta leit bara nokkuð vel út." Eyjamenn hafa nú sótt stig úr síðustu 4 leikjum, 2 sigrar og 2 jafntefli. ,,Við erum búnir að vera fínir undanfarið og við tókum þátt í Evrópukeppni sem var gaman þó við höfum verið slegnir út en þá höfum við haldið sjó í deildinni og það sem skiptir mestu máli er að við séum að taka stigin hérna heima. Það er algjört lykilatriði," sagði Kristján. Pepsi Max-deild karla
Leikur ÍBV og KA var fyrir leik áhugaverð viðureign vegna stöðu liðanna í deild og formi þeirra. Bæði lið höfðu verið á fínu róli undanfarið þegar þau mættust á Hásteinsvelli í dag, þar sem ÍBV hafði tekið 5 stig úr síðustu 3 leikjum á meðan gestirnir frá Akureyri voru með 9 stig eftir síðustu 3. Leikurinn fór fjörlega af stað en á upphafsmínútunum voru færi á báða bóga. Bjarni Mark Antonsson var nálægt því að koma gestunum yfir en liðsfélagi hans, Callum Williams bjargaði á línu. Strax í næstu sókn slapp Gunnar Heiðar Þorvaldsson í gegn en Cristian Martinez sá við honum. Cristian þurfti svo aftur að taka á honum stóra sínum þegar Sindri Snær Magnússon náði skoti að marki af stuttu færi. Jafnræði var með liðunum þó Eyjamenn fengju mögulega fleiri færi en það voru KA menn sem opnuðu reikninginn eftir 23.mínútna leik þegar Bjarni Mark skoraði frábært skallamark eftir sendingu Hrannars Steingrímssonar frá hægri. Heimamenn voru þó ekki lengi að svara fyrir sig en einungis 5 mínútum síðar átti Kaj Leó í Bartalstovu fyrirgjöf frá vinstri, beint á kollinn á Gunnari Heiðari. Cristian varði skalla hans vel en Gunnar var fljótur að hirða upp restina og setti boltann í netið. Bæði lið skiptust á að sækja það sem eftir leið hálfleiksins en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 1-1. ÍBV hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og það tók þá ekki nema 8 mínútur að komast yfir. Dagur Austmann átti þá sendingu innfyrir vörn KA þar sem Shahab Zahedi var mættur. Shahab tók frábærlega á móti boltanum, snéri á varnarmann KA og skoraði framhjá Cristian í markinu. Alfreð Már Hjaltalín var svo bjargvættur Eyjamanna þegar hann komst í veg fyrir að Ásgeir Sigurgeirsson myndi setja boltann í autt markið eftir að hafa komist framhjá Derby Carillo sem stóð í marki ÍBV. Það var ekki fyrr en um korter lifði leiks að gestirnir settu þunga pressu á þreytta vörn ÍBV en án þess að skapa alvöru marktækifæri. Vörn Eyjamanna stóð sterk og hélt út. Leiknum lauk því með 2-1 sigri ÍBV í hörkuskemmtilegum knattspyrnuleik. Srdjan Tufegdzic Tufa var ekkert of ánægður með sína menn eftir leikinn í dag: ,,Ég er bara mjög svekktur að við mætum ekki til leiks. Mér fannst við vera á hælunum í svona 60 mínútur. Svo allt í einu kveikjum við síðustu 30 og byrjum að spila okkar leik. Þá sköpum við færi til að jafna og það vantaði pínu lítið til þess en ég er mjög ósáttur. Við gerðum okkur grein fyrir að þegar þú mætir til Eyja þá verðuru að koma klár í baráttuna. Vera klár í fyrsta og seinni bolta og vilja þetta meira. Það gekk því miður ekki hjá okkur í dag. Við lærum vonandi af því og verðum klárir í næsta leik." ,,Við getum rætt það síðar hvað klikkaði en áður en þeir skora fyrsta mark sitt eiga þeir nokkur dauðafæri sem Cristian varði sem er enn meira svekkjandi. Við komumst yfir á rosalega erfiðum útivelli á móti liði sem fær ekki mikið af mörkum á sig og náum ekki að halda því. Þetta er bara fótbolti. Við ætlum að snúa þessu við og vera klárir í næsta leik." Guðmann Þórisson þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks. ,,Ég er ekki enn búinn að ræða við hann og sjúkraþjálfarann. Ég skal bara fara og tjékka á honum núna strax. Hann bað bara um skiptingu strax og vonandi er þetta ekki rosa slæmt," sagði Tufa að lokum. Kristján Guðmundsson ,,Leikurinn okkar er bara nokkuð vel útfærður, báðir hálfleikarnir. Bæði varnarlega og sóknarlega", sagði Kristján Guðmundsson í leikslok. ,,Við sköpuðum okkur góð færi og hefðum mögulega getað verið með þannig forustu í hálfleik að við værum öruggir með leikinn. Það var mikilvægt að jafna svona fljótt (Kristján: ,,lentum við ekki undir?" Blaðamaður: ,,Jú") og skora svona snemma í seinni hálfleik." ,,Við náðum að spila aðeins hraðar í seinni hálfleik. Eins með fyrirgjafir. Við vildum fá þær á annan hátt inn í teiginn heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik, en þetta slapp allt til." Framherjar ÍBV voru báðir á skotskónum í dag. Kristján hlýtur að hafa verið ánægður með það? ,,Ég hugsaði þetta einmitt líka í seinni hálfleiknum að þeir væru báðir búnir að skora. Það eru góð merki að framherjarnir séu í þessu ástandi og þetta eru fín mörk. Við sköpuðum fín tækifæri í leiknum og ég er líka bara þokkalega sáttur með varnarleikinn. Þetta leit bara nokkuð vel út." Eyjamenn hafa nú sótt stig úr síðustu 4 leikjum, 2 sigrar og 2 jafntefli. ,,Við erum búnir að vera fínir undanfarið og við tókum þátt í Evrópukeppni sem var gaman þó við höfum verið slegnir út en þá höfum við haldið sjó í deildinni og það sem skiptir mestu máli er að við séum að taka stigin hérna heima. Það er algjört lykilatriði," sagði Kristján.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti