Töluvert tjón hjá PCC á Bakka og tekur nokkrar vikur að laga Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2018 14:13 Ljóst er að töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar er búið að stöðva alla framleiðslu og gæti tekið vikur að ræsa verksmiðjuna upp á ný. Mikill viðbúnaður var þegar útkallið barst og var allt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar sent á vettvang. Eldurinn kviknaði á milli fjórðu og fimmtu hæðar í ofnhúsi þannig að aðstæður voru erfiðar, en betur fór en á horfðist og gekk slökkvistarf vel.Ofn 1 í stöðvun Tvívegis kviknaði smávægilegur eldur aftur út frá glæðum, en var strax slökktur. Áður en slökkvistarf hófst var allt rafmagn til versins aftengt. En ætli að alvarlegt tjón hafi orðið á búnaði? Hafsteinn Viktorsson er forstjóri kísilvers PCC á Bakka. „Við vitum það nú ekki eins og er hversu mikið tjónið er. Lögregla er enn þá með vettvanginn og við ekki fengið aðgang,“ segir Hafsteinn. „Okkur sýndist í gær að skemmdir væru kannski ekki mjög miklar. Aðstæður eru samt þannig að það tekur einhverjar vikur að laga þetta. Það er nokkuð ljóst að ofn 1 mun ekki framleiða neitt í eina, tvær eða þrjár vikur.“ Tap í rekstri á meðan er töluvert mikið að sögn Hafsteins.„Óveruleg reykmengun“ „Já, það er það. Þetta er alls ekki gott þegar við erum í uppkeyrslu og vorum einmitt komnir á þann stað að við vorum komin með góð tök á ofninum og hann farinn að framleiða hágæðavöru. Þannig að þetta er ekki gott.“ Einhverjar rafmagnstruflanir urðu hjá PCC í gærmorgun en Hafsteinn segir ekkert samhengi þar á milli. Þá segir hann reykmengun vegna bilunar og brunans hafa verið óverulega. „Í hvert skipti sem við þurfum að slökkva á ofninum þá þurfum við að opna neyðarskortsteinana og þá kemur smá reykur frá verksmiðjunni. En hann var óverulegur.“ Norðurþing Tengdar fréttir Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Ljóst er að töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar er búið að stöðva alla framleiðslu og gæti tekið vikur að ræsa verksmiðjuna upp á ný. Mikill viðbúnaður var þegar útkallið barst og var allt slökkvilið Norðurþings ásamt slökkviliði Þingeyjarsveitar sent á vettvang. Eldurinn kviknaði á milli fjórðu og fimmtu hæðar í ofnhúsi þannig að aðstæður voru erfiðar, en betur fór en á horfðist og gekk slökkvistarf vel.Ofn 1 í stöðvun Tvívegis kviknaði smávægilegur eldur aftur út frá glæðum, en var strax slökktur. Áður en slökkvistarf hófst var allt rafmagn til versins aftengt. En ætli að alvarlegt tjón hafi orðið á búnaði? Hafsteinn Viktorsson er forstjóri kísilvers PCC á Bakka. „Við vitum það nú ekki eins og er hversu mikið tjónið er. Lögregla er enn þá með vettvanginn og við ekki fengið aðgang,“ segir Hafsteinn. „Okkur sýndist í gær að skemmdir væru kannski ekki mjög miklar. Aðstæður eru samt þannig að það tekur einhverjar vikur að laga þetta. Það er nokkuð ljóst að ofn 1 mun ekki framleiða neitt í eina, tvær eða þrjár vikur.“ Tap í rekstri á meðan er töluvert mikið að sögn Hafsteins.„Óveruleg reykmengun“ „Já, það er það. Þetta er alls ekki gott þegar við erum í uppkeyrslu og vorum einmitt komnir á þann stað að við vorum komin með góð tök á ofninum og hann farinn að framleiða hágæðavöru. Þannig að þetta er ekki gott.“ Einhverjar rafmagnstruflanir urðu hjá PCC í gærmorgun en Hafsteinn segir ekkert samhengi þar á milli. Þá segir hann reykmengun vegna bilunar og brunans hafa verið óverulega. „Í hvert skipti sem við þurfum að slökkva á ofninum þá þurfum við að opna neyðarskortsteinana og þá kemur smá reykur frá verksmiðjunni. En hann var óverulegur.“
Norðurþing Tengdar fréttir Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Eldur kom upp í kísilveri PCC á Bakka Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík á áttunda tímanum í kvöld. 9. júlí 2018 23:43