Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsins Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. júlí 2018 19:03 Geimfarið á að lenda á tunglinu í febrúar Vísir/Getty Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta. Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins. Suður-Afríski milljarðamæringurinn Morris Kahn, sem er af gyðingaættum og með ísraelskt vegabréf, er sagður hafa lagt til stóran hlut af því fé sem þurfti til að draumurinn yrði að veruleika. SpaceIL hefur varið minnst 88 milljónum dollara í að hanna og byggja geimfarið, sem nemur tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. Það verður um tveir metrar að þvermáli, einn og hálfur meter að hæð og vegur aðeins 585 kíló. Þar af eru 400 kíló af eldsneyti. Til að uppfylla skilmála XPrice verðlaunanna var geimfarið hannað til að lenda á tunglinu en hoppa síðan aftur upp og lenda í 500 metra fjarlægð. Gangi áætlun SpaceIL eftir verður Ísrael fjórða ríki heims til að lenda á tunglinu á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Fari allt á versta veg eru enn fjórir hópar eftir í kapphlaupinu um að koma fyrsta geimfarinu á einkavegum til tunglsins. Einn hópurinn er alþjóðlegur, einn bandarískur, einn indverskur og einn frá Japan. Ísraelsmenn hafa aðeins átt einn geimfara í sögunni, Ilan Ramon. Hann fórst með geimfarinu Columbia skammt frá bænum Palestine í Texas árið 2003. Vísindi Tengdar fréttir Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00 NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta. Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins. Suður-Afríski milljarðamæringurinn Morris Kahn, sem er af gyðingaættum og með ísraelskt vegabréf, er sagður hafa lagt til stóran hlut af því fé sem þurfti til að draumurinn yrði að veruleika. SpaceIL hefur varið minnst 88 milljónum dollara í að hanna og byggja geimfarið, sem nemur tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. Það verður um tveir metrar að þvermáli, einn og hálfur meter að hæð og vegur aðeins 585 kíló. Þar af eru 400 kíló af eldsneyti. Til að uppfylla skilmála XPrice verðlaunanna var geimfarið hannað til að lenda á tunglinu en hoppa síðan aftur upp og lenda í 500 metra fjarlægð. Gangi áætlun SpaceIL eftir verður Ísrael fjórða ríki heims til að lenda á tunglinu á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Fari allt á versta veg eru enn fjórir hópar eftir í kapphlaupinu um að koma fyrsta geimfarinu á einkavegum til tunglsins. Einn hópurinn er alþjóðlegur, einn bandarískur, einn indverskur og einn frá Japan. Ísraelsmenn hafa aðeins átt einn geimfara í sögunni, Ilan Ramon. Hann fórst með geimfarinu Columbia skammt frá bænum Palestine í Texas árið 2003.
Vísindi Tengdar fréttir Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00 NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45
Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00
NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14