Lífið

Birtu svakalegt myndband af árekstri Clooney

Kristín Ólafsdóttir skrifar
George Clooney var fluttur á sjúkrahús eftir áreksturinn en útskrifaður þaðan samdægurs.
George Clooney var fluttur á sjúkrahús eftir áreksturinn en útskrifaður þaðan samdægurs. Vísir/Getty
Ítalski fjölmiðillinn Corriere Della Sera birti í gær myndband úr öryggismyndavél sem sýnir áreksturinn sem bandaríski leikarinn George Clooney lenti í á þriðjudag.

Slysið virðist nokkuð harkalegt en í myndbandinu sést hvernig fólksbíl er ekið inn á öfugan vegarhelming. Bíllinn stöðvast skyndilega, að öllum líkindum þegar bílstjórinn tekur eftir mótórhjólunum sem koma í áttina að honum á fullri ferð.

Fyrra mótorhjólið sveigir fram hjá en hið síðara, sem Clooney ekur, lendir framan á bílnum. Ljóst er að áreksturinn er harkalegur þar sem leikarinn virðist kastast af baki hjólsins.

Clooney var fluttur á sjúkrahús í kjölfar slyssins en var útskrifaður þaðan samdægurs. Áreksturinn varð á ítölsku eyjunni Sardiníu þar sem Clooney hefur dvalið síðan í maí við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Catch-22.

Myndband af árekstrinum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

George Clooney slasaður eftir mótorhjólaslys

Haft er eftir ítölskum miðlum að Clooney, sem er 57 ára gamall, hafi verið á leið á tökustað í dag, þriðjudag, á mótorhjóli sínu og lent í árekstri við bíl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×