Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. júlí 2018 20:17 Fundurinn í dag bar ekki árangur. Að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar. Vísir/Stöð 2 Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Fulltrúar samninganefndanna segja enga lausn vera í sjónmáli að svo stöddu. „Því miður höfnuðu ljósmæður því tilboði sem við lögðum fyrir þær þannig að þetta var án árangurs,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins. „Í þessu tilboði fólst tvennt. Annars vegar vorum við að koma til móts við, að við töldum, meginkröfu þeirra um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu og hitt sem við vorum að reyna að koma til móts við var að þær launahækkanir, launabreytingar sem þær fengju, yrðu í takt við og í samræmi við BHM,“ bætir Gunnar við. Það boð dugar ekki til að sögn ljósmæðra.Guðlaug María Sigurðsdóttir, sem situr í samninganefnd ljósmæðra segir að ríkisvaldið beri ábyrgðina.Vísir/Stöð 2„Það vantar svo mikið upp á vegna þess að þessi tillaga, hún gengur aðallega út á það að ljósmæður sem eru í vaktavinnu fá breytingu á vinnutíma en í rauninni ekki beina launahækkun heldur frítökurétt á móti því að lækka vaktaálag,“ segir Guðlaug María Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd ljósmæðra. Aðspurð segir hún að ljósmæður fari fram á milli 17-18% launahækkun en í því felist meðal annars 170 milljónir á ári sem myndu deilast niður á níu stofnanir, á allar ljósmæður sem starfa eftir kjarasamningi Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Í ályktun sem Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands sendi frá sér eftir fundinn segir að þær fari þannig fram á 110 milljónir króna frá velferðarráðuneytinu, [til viðbótar við þær 60 milljónir sem ráðuneytið hafði þegar lagt til í viðræðunum] sem myndu þá nýtast við gerð stofnsamninga í þeim tilgangi að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. „Miðað við það hvernig þær hafa sett fram sínar kröfur og hversu háar þær eru, þá sjáum við enga möguleika á að koma til móts við þær,“ ítrekar Gunnar. Aðspurður hvort tilboð ríkisins hefði hlotið hljómgrunn, svarar Gunnar því til að ljósmæður hefðu haldið fast í þær kröfur sem þær settu fram á síðasta fundi sem hann segir að séu með öllu óaðgengilegar. Þegar hefur fjöldi uppsagna ljósmæðra tekið gildi og yfirvinnubann hefst að óbreyttu þann 18.júlí. „Ríkisvaldið ber ábyrgðina. Við getum ekki borið ábyrgð á því,“ segir Guðlaug María.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00 Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Ljósmæður og ríkið funda í dag Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. 11. júlí 2018 06:00
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. 11. júlí 2018 15:57
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45