Fangi opnar sportbar og veitingahús í Árbænum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Guðmundur hefur opnað veitingahúsið Rakang Thai. Fréttablaðið/Þórsteinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira