Vildi vera betri fyrirmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 06:00 Margrét Ýr og dæturnar Katla María og Salka Ýr Ómarsdætur eiga allar heiðurinn af Veröld Míu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífið Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Lífið Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Lífið Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Lífið Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Sjá meira
„Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífið Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Lífið Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Lífið Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Lífið Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Sjá meira