Hinn þrífætti Bangsi Ragnheiðar Gröndal enn ekki kominn í leitirnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2018 14:45 Bangsi hefur veitt Ragnheiði innblástur í tónlistinni en lagið Bangsi af plötu hennar Aristocat Lullaby er einmitt samið um köttinn. Mynd/Samsett Ekkert hefur spurst til Bangsa, þrífætts heimiliskattar tónlistarkonunnar Ragnheiðar Gröndal, síðan í júní. Mikill söknuður ríkir innan fjölskyldunnar vegna Bangsahvarfsins og hefur fundarlaunum verið heitið. „Dagana áður en hann hvarf var búin að vera ilmvatnslykt af honum og hann lét sig hverfa í einn og einn sólarhring áður en hann hvarf svo alveg,“ segir Ragnheiður en henni þykir líklegt að Bangsi hafi því verið að stelast í heimsóknir til fólks í hverfinu áður en hann týndist. Hún vonist því til að ekkert hafi hent Bangsa.Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona.Mynd/Salar Baygan„Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað komið fyrir. Ég held að hann sé einhvers staðar hjá einhverju fólki, en kannski er það bara mömmuhjartað að tala.“ Bangsi er þrettán ára en hefur verið hluti af fjölskyldunni í níu ár. Hann lenti í slysi þegar hann var fimm ára sem olli því að fjarlægja þurfti annan framfótinn. „En hann hefur ekkert látið það stoppa sig. Hann er mikill karakter og mjög ákveðinn köttur.“ Ragnheiður segir að fjölskyldan sé enn engu nær um það hvar Bangsi sem nú hefur verið týndur í heilan mánuð, sé niðurkominn. Hún segist þó ótrúlega þakklát öllum sem aðstoðað hafa við leitina að Bangsa en fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína og deilt tilkynningu um hvarf kattarins á Facebook. Þá hafa Ragnheiður og maður hennar, tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson, heitið 25 þúsund krónum í fundarlaun hverjum þeim sem kemur Bangsa heim. Ljóst er að Bangsi er heimilismönnum einkar kær, og þá sérstaklega Ragnheiði sjálfri, en hún samdi um hann samnefnt lag á plötunni Aristocat Lullaby sem kom út árið 2011.Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir af Bangsa sem Ragnheiður birti í Facebook-færslu um hvarf hans. Dýr Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Bangsa, þrífætts heimiliskattar tónlistarkonunnar Ragnheiðar Gröndal, síðan í júní. Mikill söknuður ríkir innan fjölskyldunnar vegna Bangsahvarfsins og hefur fundarlaunum verið heitið. „Dagana áður en hann hvarf var búin að vera ilmvatnslykt af honum og hann lét sig hverfa í einn og einn sólarhring áður en hann hvarf svo alveg,“ segir Ragnheiður en henni þykir líklegt að Bangsi hafi því verið að stelast í heimsóknir til fólks í hverfinu áður en hann týndist. Hún vonist því til að ekkert hafi hent Bangsa.Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona.Mynd/Salar Baygan„Ég trúi því ekki að það hafi eitthvað komið fyrir. Ég held að hann sé einhvers staðar hjá einhverju fólki, en kannski er það bara mömmuhjartað að tala.“ Bangsi er þrettán ára en hefur verið hluti af fjölskyldunni í níu ár. Hann lenti í slysi þegar hann var fimm ára sem olli því að fjarlægja þurfti annan framfótinn. „En hann hefur ekkert látið það stoppa sig. Hann er mikill karakter og mjög ákveðinn köttur.“ Ragnheiður segir að fjölskyldan sé enn engu nær um það hvar Bangsi sem nú hefur verið týndur í heilan mánuð, sé niðurkominn. Hún segist þó ótrúlega þakklát öllum sem aðstoðað hafa við leitina að Bangsa en fjölmargir hafa boðið fram aðstoð sína og deilt tilkynningu um hvarf kattarins á Facebook. Þá hafa Ragnheiður og maður hennar, tónlistarmaðurinn Guðmundur Pétursson, heitið 25 þúsund krónum í fundarlaun hverjum þeim sem kemur Bangsa heim. Ljóst er að Bangsi er heimilismönnum einkar kær, og þá sérstaklega Ragnheiði sjálfri, en hún samdi um hann samnefnt lag á plötunni Aristocat Lullaby sem kom út árið 2011.Hér að neðan má svo sjá fleiri myndir af Bangsa sem Ragnheiður birti í Facebook-færslu um hvarf hans.
Dýr Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira