Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 20:37 Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. MYND/LANDSPÍTALI „Við vildum helst ekki beita þessari 17. grein en við verðum að gera það núna,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans um þau úrræði sem spítalinn neyðist til þess að grípa til í ljósmæðradeilunni til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga og grunnmönnun. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð á samningafundi í gær sem ljósmæður höfnuðu. Þær fara fram á 17-18% launahækkun. Þegar uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi þann 1. júní fór í gang neyðaráætlun sem hefur dugað til fram til þessa. Í neyðaráætluninni felst að útskrifa konur og nýbura fyrr og nota sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélögunum; á Selfossi, Keflavík og Akranesi. „Okkur hefur gengið erfiðlega að manna vaktirnar og þá sérstaklega núna síðustu daga og við sáum fram á að næsta helgi yrði okkur mjög erfið. Við verðum náttúrulega að hafa ákveðna grunnmönnun á vöktunum,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Ljósmæður fara fram á 17-18% launahækkun.fréttablaðið/ernirÍ dag var blásið til fundar með ljósmæðrum á Kvenna- og barnasviði þar sem þeim var tilkynnt að 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri virkjuð. Linda segir að þau hefðu reynt að forðast það í lengstu lög að beita þvingunum og nauðung en þetta úrræði væri nauðsynlegt til þess að tryggja mönnun um næstu helgi og í næstu viku. „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.“ Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðvikudaginn að öllu óbreyttu og þá fellur þessi 17. grein út segir Linda, enda sé um skammtímaúrræði að ræða. Linda segir að ástandið á á deildinni sé alvarlegt. Það hafi vantað í fjórar fullar stöður á meðgöngu-og sængurlegudeild áður en þessar tólf uppsagnir tóku gildi. Þá séu auk þess nokkrar ljósmæður í orlofi. „Þetta er bara orðin þung staða. Þetta er vont fyrir alla. Þetta er vont fyrir fjölskyldurnar í landinu og vont fyrir starfsmenn.“Hvernig er hljóðið í skjólstæðingum ykkar?„Já við heyrum það á ófrískum konum og feðrum sem eiga von á barni, jafnvel ömmum og öfum og öllum mögulegum að fólk er bara áhyggjufullt og okkur finnst það leitt og erfitt.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
„Við vildum helst ekki beita þessari 17. grein en við verðum að gera það núna,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna-og barnasviðs Landspítalans um þau úrræði sem spítalinn neyðist til þess að grípa til í ljósmæðradeilunni til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga og grunnmönnun. Samninganefnd ríkisins lagði fram tilboð á samningafundi í gær sem ljósmæður höfnuðu. Þær fara fram á 17-18% launahækkun. Þegar uppsagnir tólf ljósmæðra tóku gildi þann 1. júní fór í gang neyðaráætlun sem hefur dugað til fram til þessa. Í neyðaráætluninni felst að útskrifa konur og nýbura fyrr og nota sjúkrahúsin í nágrannasveitarfélögunum; á Selfossi, Keflavík og Akranesi. „Okkur hefur gengið erfiðlega að manna vaktirnar og þá sérstaklega núna síðustu daga og við sáum fram á að næsta helgi yrði okkur mjög erfið. Við verðum náttúrulega að hafa ákveðna grunnmönnun á vöktunum,“ segir Linda í samtali við fréttastofu. Ljósmæður fara fram á 17-18% launahækkun.fréttablaðið/ernirÍ dag var blásið til fundar með ljósmæðrum á Kvenna- og barnasviði þar sem þeim var tilkynnt að 17. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins væri virkjuð. Linda segir að þau hefðu reynt að forðast það í lengstu lög að beita þvingunum og nauðung en þetta úrræði væri nauðsynlegt til þess að tryggja mönnun um næstu helgi og í næstu viku. „Skylt er starfsmönnum að vinna yfirvinnu sem forstöðumaður telur nauðsynlega. Þó er engum starfsmanni, nema þeim er gegnir lögreglustörfum eða annarri öryggisþjónustu, skylt að vinna meiri yfirvinnu í viku hverri en nemur fimmtungi af lögmæltum vikulegum vinnutíma.“ Yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi á miðvikudaginn að öllu óbreyttu og þá fellur þessi 17. grein út segir Linda, enda sé um skammtímaúrræði að ræða. Linda segir að ástandið á á deildinni sé alvarlegt. Það hafi vantað í fjórar fullar stöður á meðgöngu-og sængurlegudeild áður en þessar tólf uppsagnir tóku gildi. Þá séu auk þess nokkrar ljósmæður í orlofi. „Þetta er bara orðin þung staða. Þetta er vont fyrir alla. Þetta er vont fyrir fjölskyldurnar í landinu og vont fyrir starfsmenn.“Hvernig er hljóðið í skjólstæðingum ykkar?„Já við heyrum það á ófrískum konum og feðrum sem eiga von á barni, jafnvel ömmum og öfum og öllum mögulegum að fólk er bara áhyggjufullt og okkur finnst það leitt og erfitt.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17