Raunveruleikaungstirnið sem stofnaði stórveldi í snyrtivörubransanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2018 14:30 Kylie Jenner og barnsfaðir hennar, rapparinn Travis Scott, á Met Gala fyrr á árinu. vísir/getty Fréttir af því að ungstirnið úr raunveruleikaþættinum Keeping up with the Kardashians, Kylie Jenner, stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn hafa vakið þó nokkra athygli. Fjallað var um Jenner í bandaríska tímaritinu Forbes en auðæfi hennar, tvítugrar stúlkunnar, eru metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Auðæfi Jenner, sem er yngst systkinanna í Kardashian-fjölskyldunni, má rekja að langmestu leyti til snyrtivörulínunnar Kylie Cosmetics en fyrstu snyrtivörurnar með nafni Kylie komu á markað í nóvember 2015. Kylie, Kim og Kendall árið 2007 þegar Keeping up with the Kardashians var að hefja göngu sína. vísir/getty Í sviðsljósinu í áratug Jenner var aðeins 10 ára gömul þegar raunveruleikaþátturinn um fjölskyldu hennar hóf göngu sína og er þátturinn enn í framleiðslu. Ýmsir vilja meina að það hafi hjálpað Jenner mikið í snyrtivörubransanum að hafa verið á skjánum með fjölskyldunni í öll þessi ár enda þau öll rík og fræg.„Sjálfskapaður“ milljarðamæringur sé því kannski ekki réttnefni en eins og bent er á í umfjöllun BBC um Jenner eru þeir ekki margir sem geta státað sig af jafn miklum vexti í viðskiptum á jafn stuttum tíma og hún. Snyrtivörurnar undir merkinu Kylie Cosmetics eru ekki seldar í verslunum og fyrirtækið nýtir sér ekki hefðbundnar auglýsingar enda virðist það ekki þurfa þess. Kylie Cosmetics er að fullu í eigu Jenner en móðir hennar, Kris Jenner, spilar stórt hlutverk í fyrirtækinu þar sem hún heldur utan um fjármálin og markaðssetningu. Kylie Jenner, Kim Kardashian og Kanye West í fremstu röð á tískuvikunni í París á dögunum. vísir/getty Gríðarleg áhrif á samfélagsmiðlum Sjálf er Kylie Jenner samfélagsmiðlastjarna með 110 milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hún hefur auglýst vörur sínar grimmt. Gott dæmi um áhrif hennar er þegar hún lýsti því yfir að hún væri komin með leið á Snapchat og hlutabréfaverð miðilsins hrundi. Þá eru systkini hennar ekki síður áhrifamikil á samfélagsmiðlum og hefur sú yngsta nýtt sér það í markaðssetningu fyrir snyrtivörurnar. Kim, Kendall, Khloé og Kourtney eru með samtals 347 milljónir fylgjenda en öll hafa þau á einhvern hátt vakið athygli á Kylie Cosmetics. Velgengni Kylie Cosmetics má líka setja í samhengi við það sem hefur almennt verið í gangi í snyrtivörubransanum þar sem samfélagsmiðlar og vídjóbloggarar hafa orðið sífellt mikilvægari í markaðssetningu fyrirtækja. 4 new lip kits launching June 1st on KylieCosmetics.com .. obsessed with these shades. stay tuned for more! @kyliecosmetics A post shared by Kylie (@kyliejenner) on May 30, 2018 at 10:16am PDT Varasett fyrir „fyllri og stærri“ varir Fyrsta varan sem Jenner setti á markað árið 2015 var varasett (e. lip kit). Það var ekki tilviljun að um væri að ræða vöru fyrir varirnar þar sem spekúlantar á netinu höfðu í nokkur ár velt því fyrir sér hvernig varir Jenner urðu svona miklu fyllri en þær voru fyrir. Hugmyndin að baki varasettinu var að notendur gætu látið varir sínar líta út fyrir að vera stærri og fyllri með því að teikna útlínur varanna örlítið út fyrir og fylla svo inn í „stærri“ varirnar. Fyllri varir Jenner höfðu ef til vill eitthvað með snyrtivörur að gera en meira með það að gera að hún hafði farið í varafyllingu. Jenner viðurkenndi í þætti af Keeping up with the Kardashians árið 2015 að hún hefði verið óörugg vegna vara sinna og því fengið sér tímabundna fyllingu.Vídjóbloggarar gerðu engu að síður tilraunir til að endurskapa varir Jenner með snyrtivörum og þær vörur sem talið væri að hún notaði fyrir varir sínar seldust upp. Nýlega greindi Jenner síðan frá því á Instagram að hún hefði losað sig við fyllingarnar. Fyrsta upplag af fyrsta varasetti Kylie Jenner seldist upp á innan við mínútu og hrundi sölusíðan vegna álagsins. Verðið á settinu var 29 dollarar en eftir að það var uppselt gekk það kaupum og sölum á netinu fyrir hundruði dollara. Mægðurnar Kris og Kylie. vísir/getty Lítil yfirbygging og verkefnum útvistað Nafnið á fyrirtækinu, Kylie Cosmetics, varð til skömmu síðar og viðskiptin héldu áfram að blómstra. Talið er að Kylie Cosmetics hafi mest selt fyrir 19 milljónir dollara á einum degi og á aðeins þeim tæpu þremur árum sem liðin eru frá því að fyrirtækið var stofnað hafa vörur selst fyrir 630 milljónir dollara, að því er talið er. Það vekur athygli að yfirbygging Kylie Cosmetics er lítil. Sjö starfsmenn eru þar í fullu starfi og fimm hlutastarfsmenn svo mikið af því sem felst í starfseminni er útvistað til annarra fyrirtækja. Jeremy Paul, forseti fjármögnunarfyrirtækisins RLP Wealth Advisors í New York, segir að útvistun verkefna geti gefið nýjum fyrirtækjum mikið forskot og geri þau jafnframt vel samkeppnishæf á markaði. Lítið af fjármagni fari í laun og launatengdar greiðslur og kostnað við stórt húsnæði. Papparazzi náði þessari mynd af Jenner á dögunum í LA. vísir/getty Spurning hvort velgengnin haldi áfram Markaðssetningin hefur einnig verið snjöll þar sem spenna hefur verið byggð upp fyrir nýjum vörum á samfélagsmiðlum og neytendur hafa ekki viljað missa af því að eignast það nýjast frá Kylie Jenner. Vörur hafa líka verið framleiddar í takmörkuðu upplagi sem hefur ekki slegið á spennuna í kringum þær. Spurningin er hins vegar hvort Kylie Cosmetics haldi áfram að gefa svo vel næstu árin. Tekjur fyrirtækisins minnkuðu um sjö prósent í fyrra frá árinu áður þrátt fyrir að fyrirtækið kynnti nýjar vörur á markaði. Jenner segir síðan að salan í ár gangi betur en í fyrra. Þá vilja sérfræðingar meina að Kylie Cosmetics þurfi að verða skapandi í framtíðinni, ekki síst þegar nýtt ungstirni skýst upp á stjörnuhimininn en mikið gæti verið í húfi fyrir fyrirtækið að ná að fanga vinsældir vinsælustu stúlkunnar hverju sinni. Tengdar fréttir Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. 13.7.2018 10:19 Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12.7.2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10.7.2018 16:54 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tengdar fréttir Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. 13.7.2018 10:19 Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12.7.2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10.7.2018 16:54 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. 13.7.2018 10:19
Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12.7.2018 12:17
Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10.7.2018 16:54