Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2018 19:30 Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?