Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2018 20:30 Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Að sögn Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala, hafa yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítananum. Tólf þeirra tóku gildi um mánaðamótin og að óbreyttu hefst yfirvinnubann á miðnætti á miðvikudaginn. Neyðaráætlun hefur verið í gangi frá mánaðamótum en á mánudaginn munu stjórnendur spítalans funda um það hvernig bregðast skuli við og útfæra neyðaráætlun þegar yfirvinnubannið skellur á. Það er víðar en á Landspítalanum sem ljósmæður hafa sagt upp. Á Selfossi hefur ein af átta starfandi ljósmæðrum sagt starfi sínu lausu. Þá hafa fjórar af átta skilað uppsagnarbréfi á Suðurnesjum en þar er þjónusta skert í júlí vegna undirmönnunar. Á Akranesi hafa tvær ljósmæður af fjórtán sagt upp en þangað hefur þurft að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu vegna álags á Landspítalanum. „Þetta eru konur sem þurfa að fara í fyrirfram ákveðinn keisara útaf einhverju,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Ég veit ekki hvað eru komnir margir keisarar síðan 1. júlí en þetta eru nokkrir sem við höfum verið að taka. Þess utan hafi orðið vart við aukinn áhuga á deildinni á Akranesi. „Það er mikið hringt og spurt og fá upplýsingar og hvort það megi koma og megi koma og skoða,“ segir Hrafnhildur. Þá hafa ljósmæður boðað félagsfund á mánudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvað má og hvað ekki þegar yfirvinnubannið tekur gildi. „Rauninni bara að taka stöðuna og undirbúa í rauninni konur fyrir yfirvinnuverkfallið sem hefst á miðvikudaginn og svona fara yfir hvað má og hvað ekki og svona,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Óheimilt verður að fara framhjá yfirvinnubanninu, án sérstakrar undanþágu. „Það þarf að sækja um undanþágu fyrir hvert tilvik fyrir sig, til sérstakrar undanþágunefndar,“ segir Katrín. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Að sögn Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala, hafa yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítananum. Tólf þeirra tóku gildi um mánaðamótin og að óbreyttu hefst yfirvinnubann á miðnætti á miðvikudaginn. Neyðaráætlun hefur verið í gangi frá mánaðamótum en á mánudaginn munu stjórnendur spítalans funda um það hvernig bregðast skuli við og útfæra neyðaráætlun þegar yfirvinnubannið skellur á. Það er víðar en á Landspítalanum sem ljósmæður hafa sagt upp. Á Selfossi hefur ein af átta starfandi ljósmæðrum sagt starfi sínu lausu. Þá hafa fjórar af átta skilað uppsagnarbréfi á Suðurnesjum en þar er þjónusta skert í júlí vegna undirmönnunar. Á Akranesi hafa tvær ljósmæður af fjórtán sagt upp en þangað hefur þurft að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu vegna álags á Landspítalanum. „Þetta eru konur sem þurfa að fara í fyrirfram ákveðinn keisara útaf einhverju,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Ég veit ekki hvað eru komnir margir keisarar síðan 1. júlí en þetta eru nokkrir sem við höfum verið að taka. Þess utan hafi orðið vart við aukinn áhuga á deildinni á Akranesi. „Það er mikið hringt og spurt og fá upplýsingar og hvort það megi koma og megi koma og skoða,“ segir Hrafnhildur. Þá hafa ljósmæður boðað félagsfund á mánudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvað má og hvað ekki þegar yfirvinnubannið tekur gildi. „Rauninni bara að taka stöðuna og undirbúa í rauninni konur fyrir yfirvinnuverkfallið sem hefst á miðvikudaginn og svona fara yfir hvað má og hvað ekki og svona,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Óheimilt verður að fara framhjá yfirvinnubanninu, án sérstakrar undanþágu. „Það þarf að sækja um undanþágu fyrir hvert tilvik fyrir sig, til sérstakrar undanþágunefndar,“ segir Katrín.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37