Lífið

Fékk ráðamenn til að mæla með vopnuðum leikskólabörnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Cohen bregður sér í líki ofurstans Erran Morad og leitar á náðir hina ýmsu ráðamanna í Bandaríkjunum.
Cohen bregður sér í líki ofurstans Erran Morad og leitar á náðir hina ýmsu ráðamanna í Bandaríkjunum. Skjáskot/Youtube
Ný stikla úr sjónvarpsþáttaröðinni Who Is America? var birt í dag. Þáttaröðin er það nýjasta úr smiðju grínistans Sacha Baron Cohen en hann hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir að narra hina ýmsu ráðamenn í viðtöl.

Sjá einnig: Cohen krefur Palin um afsökunarbeiðni í karakter

Í nýju stiklunni bregður Cohen fyrir í líki hins ísraelska Erran Morad ofursta, „varnarmálasérfræðings“. Morad þessi furðar sig á því að Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, vilji bregðast við skotárásum í bandarískum skólum með því að láta kennara bera vopn – hið rétt í stöðunni sé hreinlega að vopna börnin.

Morad fer því á fund hinna ýmsu ráðamanna, núverandi og fyrrverandi þingmanna auk háttsettra manna hjá NRA, og fær þá til að lýsa yfir stuðningi við sérstakt verkefni sem lýtur að því að þjálfa leikskólabörn í meðferð skotvopna.

Stikluna má sjá í  heild sinni hér að neðan en þættirnir This Is America eru frumsýndir í dag á sjónvarpsstöðinni Showtime.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×