Lífið

Fegurðardrottning afsalaði sér titlinum eftir að keppnin gerði lítið úr #MeToo

Sylvía Hall skrifar
Gorman varð sjálf fyrir hópnauðgun og glímdi við átraskanir í kjölfarið. Hún segir hreyfingar í anda #MeToo hafa hjálpað henni umtalsvert.
Gorman varð sjálf fyrir hópnauðgun og glímdi við átraskanir í kjölfarið. Hún segir hreyfingar í anda #MeToo hafa hjálpað henni umtalsvert. Instagram/maudernliving
Fegurðardrottningin Maude Gorman afsalaði sér titlinum Miss Plymouth County, eða ungfrú Plymouth-sýsla, eftir að grínatriði var sýnt undir lok keppninnar þar sem var gert lítið úr #MeToo-hreyfingunni.

Í grínatriðinu var fjallað um sundfatasýningu keppninnar sem var lögð niður hjá Miss America samtökunum í ár. Myndbandið sýndi fegurðardrottningu tala við „Guð“ og segist ekki skilja hvers vegna sundfatakeppnin hafi verið lögð niður. Þá tekur „Guð“ undir vangaveltur fegurðardrottningarinnar með orðunum „me too“ og heldur á skilti með myllumerki hreyfingarinnar.  

Gorman, sem er 24 ára gömul, segir í færslu á Instagram-síðu sinni að hún gæti ekki setið hjá og þagað yfir atvikinu þar sem #MeToo-hreyfingin hefði hjálpað henni umtalsvert. Hún sjálf hafi orðið fyrir hópnauðgun þegar hún var 13 ára gömul.

 
Today, I officially resigned from the title of Miss Plymouth County 2018. While I’m grateful for the opportunities that @missamerica creates for young women, I am also internally conflicted; as the #metoo movement was mocked on stage during the final competition of Miss Massachusetts. As both a survivor, and advocate for victims rights and sexual violence on a whole, I refuse to stand idly by and simply “let this go”. Instead, I will stand up for every individual who has ever had the courage to speak out; and for every person who felt liberated by the #metoo movement. I will not allow ANYONE to take away that empowerment and liberation, or make it anything less than what it is: AMAZING. #metoo #missplymouthcounty #nomore #rainn #surviveandthrive

A post shared by Maude Gorman (@maudernliving) on Jul 5, 2018 at 9:03am PDT



Aðstandendur keppninnar segja grínatriðið hafa verið sýnt án leyfis og ekki verið borið undir viðeigandi aðila. Þá segjast þeir biðjast afsökunar á atvikinu og muni koma í veg fyrir slík atvik í framtíðinni.

Viðtal við Gorman má sjá á síðu BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.