Suwannapura vann eftir bráðabana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:35 Suwannapura nældi í sinn fyrsta sigur í Ohio vísir/getty Hin tælenska Thidapa Suwannapura vann sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar hún hafði betur í bráðabana á Marathon Classic mótinu í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Suwannapura hafði aðeins tvisvar á ferlinum náð inn á topp 10 fyrir mótið um helgina en hún var nýliði á LPGA mótaröðinni árið 2012. Hún hafði betur í bráðabana við Brittany Lincicome í kvöld. Suwannapura byrjaði lokadag mótsins jöfn í fimmta sæti en hún spilaði frábærlega á lokahringnum og endaði á sex höggum undir pari í dag, samtals á 14 höggum undir pari í mótinu líkt og hin bandaríska Lincicome. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Lincicome hitti fyrsta höggi sínu í glompu og það annað fór í vatn á meðan Suwannapura átti færi á erni rétt fyrir utan flötina. Hún hitti arnarpúttinu ekki en púttaði auðveldlega fyrir fugli á meðan Lincicome endaði holuna á pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 56. sæti mótsins. Næsta mót á mótaröðinni er opna skoska mótið sem fer fram dagana 26.- 29. júlí og er Ólafía á meðal keppenda á mótinu..@thidapa_jts becomes a Rolex First-Time Winner after winning in a playoff at @MarathonLPGA! pic.twitter.com/yUJZbNES2d — LPGA (@LPGA) July 15, 2018 Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hin tælenska Thidapa Suwannapura vann sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar hún hafði betur í bráðabana á Marathon Classic mótinu í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Suwannapura hafði aðeins tvisvar á ferlinum náð inn á topp 10 fyrir mótið um helgina en hún var nýliði á LPGA mótaröðinni árið 2012. Hún hafði betur í bráðabana við Brittany Lincicome í kvöld. Suwannapura byrjaði lokadag mótsins jöfn í fimmta sæti en hún spilaði frábærlega á lokahringnum og endaði á sex höggum undir pari í dag, samtals á 14 höggum undir pari í mótinu líkt og hin bandaríska Lincicome. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Lincicome hitti fyrsta höggi sínu í glompu og það annað fór í vatn á meðan Suwannapura átti færi á erni rétt fyrir utan flötina. Hún hitti arnarpúttinu ekki en púttaði auðveldlega fyrir fugli á meðan Lincicome endaði holuna á pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 56. sæti mótsins. Næsta mót á mótaröðinni er opna skoska mótið sem fer fram dagana 26.- 29. júlí og er Ólafía á meðal keppenda á mótinu..@thidapa_jts becomes a Rolex First-Time Winner after winning in a playoff at @MarathonLPGA! pic.twitter.com/yUJZbNES2d — LPGA (@LPGA) July 15, 2018
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira