Haraldur byrjar snemma á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júlí 2018 14:00 Haraldur Franklín Magnús. Vísir/Getty Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. Ráshópar og tímar fyrir fyrsta hringinn voru gefnir út í beinni útsendingu á Sky Sports í dag. Haraldur Franklín mun fara af stað klukkan 10:53 að staðartíma í Skotlandi, 9:53 að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgun. Robinson er 29 ára Englendingur sem er að spila á Opna breska í fyrsta skipti, líkt og Haraldur Franklín. Robinson vann úrtökumót á St. Annes Old Links vellinum sem tryggði honum þáttökurétt. Lombard er frá Suður-Afríku og er aðeins 23 ára. Hann hefur einu sinni tekið þátt á Opna breska, fyrir tveimur árum þegar spilað var á Royal Troon vellinum. Þá komst hann í gegnum niðurskurðinn og endaði í 66. sæti. Tiger Woods mun hefja leik seint á fimmtudag, hann á rástíma klukkan 15:21 að staðartíma. Þeir Hideki Matsuyama og Russel Knox spila hringinn með Woods. Sigurvegari síðasta árs, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth, leikur með Englendingnum Justin Rose og Kiradech Aphibarnrat frá Tælandi. Þeir fara af stað á undan okkar manni, klukkan 9:58 að staðartíma.Alla rástíma má sjá á heimasíðu mótsins. Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi ár hvert og er elst þeirra. Mótið var fyrst haldið árið 1860 og er mótið í ár það 147. í sögunni. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Haraldi og verður sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. Ráshópar og tímar fyrir fyrsta hringinn voru gefnir út í beinni útsendingu á Sky Sports í dag. Haraldur Franklín mun fara af stað klukkan 10:53 að staðartíma í Skotlandi, 9:53 að íslenskum tíma, á fimmtudagsmorgun. Robinson er 29 ára Englendingur sem er að spila á Opna breska í fyrsta skipti, líkt og Haraldur Franklín. Robinson vann úrtökumót á St. Annes Old Links vellinum sem tryggði honum þáttökurétt. Lombard er frá Suður-Afríku og er aðeins 23 ára. Hann hefur einu sinni tekið þátt á Opna breska, fyrir tveimur árum þegar spilað var á Royal Troon vellinum. Þá komst hann í gegnum niðurskurðinn og endaði í 66. sæti. Tiger Woods mun hefja leik seint á fimmtudag, hann á rástíma klukkan 15:21 að staðartíma. Þeir Hideki Matsuyama og Russel Knox spila hringinn með Woods. Sigurvegari síðasta árs, Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth, leikur með Englendingnum Justin Rose og Kiradech Aphibarnrat frá Tælandi. Þeir fara af stað á undan okkar manni, klukkan 9:58 að staðartíma.Alla rástíma má sjá á heimasíðu mótsins. Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótunum í golfi ár hvert og er elst þeirra. Mótið var fyrst haldið árið 1860 og er mótið í ár það 147. í sögunni. Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Haraldi og verður sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira