Útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar. Gjaldtöku verður þá hætt og mun Vegagerðin annast rekstur þeirra, að minnsta kosti til áramóta. „Stóra málið er þetta: Ríkið ákvað að fara í þetta fyrir 20 árum með sérstakri löggjöf og gjaldtöku og þegar væri búið að greiða upp lánin þá yrði gjaldtökunni hætt. Það erum við að standa við núna,” segir Sigurður Ingi. Hversu lengi frítt verður í göngin er þó óráðið. „Hvað svo sem gerist síðar meir í einhverri framtíð, þegar menn þurfa að tvöfalda Hvalfjarðargöngin eða fara í einhverjar aðrar framkvæmdir, en núna mun þessi gjaldtaka, vegna þessarar framkvæmdar hætta enda búið að greiða hana.” Þannig verði gjaldfrjáls í göngin um óákveðinn tíma. Hvenær ákvörðun tvöföldun ganganna verður tekin er einnig nokkuð á reiki en kann að skýrast betur þegar samgönguáætlun verður kynnt í haust. „Það hafa satt best að segja verið aðeins mismunandi skoðanir, áherslur, á hvenær þarf að hefjast handa. Ég hef bara beðið Vegagerðina um að fara vel yfir það og leggja slík minnisblöð fyrir okkur,” segir Sigurður Ingi. Fyrir liggur að þegar ríkið tekur við göngunum muni starfsfólk Spalar missa vinnuna. „Það er auðvitað gallinn við það að þessu verkefni sé lokið og gjaldtöku hætt að það er auðvitað fólk sem missir vinnuna. Það er reyndar þó þannig að það hefði hvort eð er þurft að fara að breyta um hugbúnað og væntanlega fara í svona beinar myndavélatökur og væntanlega verður gjaldtaka framtíðarinnar byggð á einhverju slíku,” segir Sigurður Ingi. Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar. Gjaldtöku verður þá hætt og mun Vegagerðin annast rekstur þeirra, að minnsta kosti til áramóta. „Stóra málið er þetta: Ríkið ákvað að fara í þetta fyrir 20 árum með sérstakri löggjöf og gjaldtöku og þegar væri búið að greiða upp lánin þá yrði gjaldtökunni hætt. Það erum við að standa við núna,” segir Sigurður Ingi. Hversu lengi frítt verður í göngin er þó óráðið. „Hvað svo sem gerist síðar meir í einhverri framtíð, þegar menn þurfa að tvöfalda Hvalfjarðargöngin eða fara í einhverjar aðrar framkvæmdir, en núna mun þessi gjaldtaka, vegna þessarar framkvæmdar hætta enda búið að greiða hana.” Þannig verði gjaldfrjáls í göngin um óákveðinn tíma. Hvenær ákvörðun tvöföldun ganganna verður tekin er einnig nokkuð á reiki en kann að skýrast betur þegar samgönguáætlun verður kynnt í haust. „Það hafa satt best að segja verið aðeins mismunandi skoðanir, áherslur, á hvenær þarf að hefjast handa. Ég hef bara beðið Vegagerðina um að fara vel yfir það og leggja slík minnisblöð fyrir okkur,” segir Sigurður Ingi. Fyrir liggur að þegar ríkið tekur við göngunum muni starfsfólk Spalar missa vinnuna. „Það er auðvitað gallinn við það að þessu verkefni sé lokið og gjaldtöku hætt að það er auðvitað fólk sem missir vinnuna. Það er reyndar þó þannig að það hefði hvort eð er þurft að fara að breyta um hugbúnað og væntanlega fara í svona beinar myndavélatökur og væntanlega verður gjaldtaka framtíðarinnar byggð á einhverju slíku,” segir Sigurður Ingi.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15
Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45