Tulipop með nýja seríu í bígerð Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, stofnuðu fyrirtækið árið 2010. SARA SIG Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56
66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning