Cheyenne Woods elskar Ísland: Hvaleyrarvöllur er mjög töff Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 14:00 Cheyenne Woods er í 225. sæti heimslistans í golfi S2 Sport Bandaríski atvinnukylfingurinn Cheyenne Woods er stödd hér á landi þar sem hún tók þátt í góðgerðamóti Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG á Hvaleyrarvelli í gær. Woods á nokkuð frægan frænda sem keppir á Opna breska meistaramótinu um helgina. „Ég elska Ísland enn sem komið er. Ég hef heyrt svo mikið um það frá Ólafíu og það er gott að geta komið hingað. Ferðin hefur verið frábær til þessa,“ sagði Woods við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur á Hvaleyrarvelli í gær. „Völlurinn er mjög fallegur. Alveg við sjóinn og byggður á hrauninu sem er mjög töff. Ég er mjög spennt fyrir því að prófa völlinn og upplifa íslenskt golf,“ sagði Woods. Hún spilaði á Hvaleyrarvelli í gær ásamt Ólafíu Þórunni og þremur öðrum atvinnukylfingum af LPGA og fjölda íslenskra kylfinga. Samtals söfnuðust þrjár milljónir króna til styrktar Umhyggju á mótinu í gær. Woods spilaði sitt fyrsta ár á LPGA mótaröðinni árið 2015. Hún hefur enn ekki náð að sigra á mótaröðinni en tvisvar verið á meðal 10 efstu. Hún og Ólafía Þórunn hafa náð vel saman og er vel til vina. „Hún er frábær kylfingur, alveg síðan í háskólagolfinu. Það var mjög fallega gert af henni að bjóða okkur hingað til Íslands og hún er frábær gestgjafi,“ sagði Woods um Ólafíu. Faðir Cheyenne er hálfbróðir eins þekktasta og sigursælasta kylfings heims, Tiger Woods. Tiger er á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu sem hófst á Carnoustie vellinum í Skotlandi í morgun. Tiger hefur unnið mótið þrisvar á sínum ferli.. Hann hefur leik á Opna breska klukkan 14:21 að íslenskum tíma. „Ég held hann eigi góðan möguleika á sigri. Hann er að spila mjög gott golf og mikið af fólki er spennt fyrir honum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með Tiger á risamóti svo þetta verður spennandi vika,“ sagði Cheyenne Woods. Opna breska meistaramótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30 Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Bandaríski atvinnukylfingurinn Cheyenne Woods er stödd hér á landi þar sem hún tók þátt í góðgerðamóti Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG á Hvaleyrarvelli í gær. Woods á nokkuð frægan frænda sem keppir á Opna breska meistaramótinu um helgina. „Ég elska Ísland enn sem komið er. Ég hef heyrt svo mikið um það frá Ólafíu og það er gott að geta komið hingað. Ferðin hefur verið frábær til þessa,“ sagði Woods við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur á Hvaleyrarvelli í gær. „Völlurinn er mjög fallegur. Alveg við sjóinn og byggður á hrauninu sem er mjög töff. Ég er mjög spennt fyrir því að prófa völlinn og upplifa íslenskt golf,“ sagði Woods. Hún spilaði á Hvaleyrarvelli í gær ásamt Ólafíu Þórunni og þremur öðrum atvinnukylfingum af LPGA og fjölda íslenskra kylfinga. Samtals söfnuðust þrjár milljónir króna til styrktar Umhyggju á mótinu í gær. Woods spilaði sitt fyrsta ár á LPGA mótaröðinni árið 2015. Hún hefur enn ekki náð að sigra á mótaröðinni en tvisvar verið á meðal 10 efstu. Hún og Ólafía Þórunn hafa náð vel saman og er vel til vina. „Hún er frábær kylfingur, alveg síðan í háskólagolfinu. Það var mjög fallega gert af henni að bjóða okkur hingað til Íslands og hún er frábær gestgjafi,“ sagði Woods um Ólafíu. Faðir Cheyenne er hálfbróðir eins þekktasta og sigursælasta kylfings heims, Tiger Woods. Tiger er á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu sem hófst á Carnoustie vellinum í Skotlandi í morgun. Tiger hefur unnið mótið þrisvar á sínum ferli.. Hann hefur leik á Opna breska klukkan 14:21 að íslenskum tíma. „Ég held hann eigi góðan möguleika á sigri. Hann er að spila mjög gott golf og mikið af fólki er spennt fyrir honum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með Tiger á risamóti svo þetta verður spennandi vika,“ sagði Cheyenne Woods. Opna breska meistaramótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30 Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30
Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00