Innlent

Sitja föst í vél Primera Air

Bergþór Másson skrifar
Farþegaþota frá Primera Air.
Farþegaþota frá Primera Air. Vísir
Farþegar flugfélagsins Primera Air hafa setið fastir í flugvél í um þrjár klukkustundir í dag í flugi félagsins frá Mallorca til Keflavíkur. Fluginu hefur verið frestað um að minnsta kosti níu klukkutíma í dag. Upphaflega stóð til að fara í loftið klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Mbl.is greinir frá þessu.

Farþegar vélarinnar eru sagðir áhyggjufullir vegna þess að það er möguleiki á því að áhöfn vélarinnar verði bannað að fljúga með vélinni vegna lögbundins hvíldartíma starfsfólks vélarinnar.

Mbl.is hefur það frá aðstandendum farþeganna að ekkert vatn sé fyrir farþega og að það sé slæmt loft í vélinni.

Aðstandendur segja frá því að lömuð kona hafi fallið í yfirlið í vélinni eftir að hafa setið kyrr lengi og að sjúkrabíll hafi verið kallaður út fyrir konuna.

Einnig ber að nefna að flugi Primera Air frá Keflavík til Alicante sem átti að taka á loft klukkan 20:30 í kvöld hefur einnig verið frestað. Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar má sjá að áætluð brottför er klukkan 02:00 í nótt. 


Tengdar fréttir

ASÍ ætlar að þvinga Primera Air að samningaborðinu

Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða.

Tafir Airbus setja strik í reikninginn hjá Primera Air

Primera Air hefur sett áætlanir sínar um flug frá Birmingham til New York og Toronto á ís frá og með 21. júní næstkomandi. Ástæðan eru tafir á afhendingu á nýjum Airbus-flugvélum frá framleiðandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×