Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 09:59 Model 3 var auglýst sem ódýrari fólksbíll en Tesla hafði áður framleitt. Enn sem komið er hefur fyrirtækið aðeins framleitt dýrari útgáfu af bílnum. Vísir/EPA Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13
Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26