Boðað til mótmæla vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra: „Vanvirðing við konur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 23:15 Þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum lögðu skó sína á tröppur Stjórnarráðsins í gær í táknrænum gjörningi. vísir/sunna sæmundsdóttir Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 400 manns boðað komu sína á samstöðu- og mótmælafund vegna ljósmæðradeilunnar á fimmtudagsmorgun við húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. Boðað er til fundarins klukkan 10, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. Oddný Arnarsdóttir, barnshafandi kona sem á bókaða gangsetningu þann 1. ágúst næstkomandi, stofnaði viðburð fyrir samstöðufundinn á Facebook undir yfirskriftinni Stöndum með ljósmæðrum! Samstöðufundur/mótmæli. „Þetta er náttúrulega samstaða með ljósmæðrum og mótmæli gegn því að ekki sé samið við þær,“ segir Oddný í samtali við Vísi.Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag.fréttablaðið/ernirEkki staða sem konur vilja vera í með börnin sín Tólf ljósmæður hættu störfum á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans í gær. Þá hafa ljósmæður samþykkt yfirvinnubann sem tekur gildi um miðjan þennan mánuð náist ekki að semja. Alls hafa þrjátíu ljósmæður sagt upp störfum á Landspítalanum en í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að níu ljósmæður hefðu sagt upp í síðustu viku. Aðgerðaáætlun Landspítalans hefur verið virkjuð vegna uppsagna ljósmæðra en aðspurð hvernig henni líði fyrir fæðinguna í ljósi ástandsins segir Oddný að óvissan sé mikil. „Þetta er svolítið erfitt. Þetta vekur óvissu. Það kemur til dæmis fram í aðgerðaáætlun Landspítalans að gangsetningar geti riðlast til og að keisarar verði fluttir á Akranes og Akureyri. Þarna er verið að setja verðandi mæður í ómögulega aðstöðu og börnin líka. Það er ekki þar með sagt að ég treysti ekki Akranesi og Akureyri, óvissan er bara svo mikil. Fyrir utan það að eftir keisara liggurðu inni í nokkra daga og stundum líka eftir gangsetningu. Þetta er ekki staða sem konur vilja vera í með börnin sín,“ segir Oddný. Hún segist skilja að verið sé að bregðast við vanda á spítalanum. „En við skiljum ekki af hverju það er ekki samið við ljósmæður.“Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu.vísir/rakelÓtrúlega mikilvæg stétt fyrir mæður, börn og feður á vissum tíma í þeirra lífi Oddný bendir á að ljósmæður séu kvennastétt sem sé ótrúlega mikilvæg fyrir mæður, börn og feður á vissum tíma í þeirra lífi. „Það er verið að fylgjast með manni í níu mánuði og svo áfram. Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem almenningur skilur ekki að það sé ekki hægt að koma til móts við þær. Þetta er líka einhvern veginn vanvirðing við konur, bæði sem kvennastétt og konur sem mæður,“ segir Oddný. Þessi orð hennar enduróma pistil sem Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, ritaði á Facebook í kvöld og deilt var á síðu samstöðufundarins. Þar segir Sóley að hún eigi erfitt með að koma því tilfinningum sínum vegna ljósmæðradeilunnar í orð en hún ætli samt að reyna. Í pistlinum segir Sóley að kvenfrelsi á Íslandi sé í hættu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Sú vanvirðing sem ríkisvaldið sýnir þessari mikilvægu kvennastétt og fæðandi konum er til marks um að konur, reynsluheimur kvenna og framlag þeirra til samfélagsins sé einskis virði. Ríkisvald sem ber ekki virðingu fyrir fæðingum er ekki líkleg til að bera virðingu fyrir öðru því sem konur taka sér fyrir hendur eða leggja sig fram um að tryggja öryggi kvenna (og barna) á öðrum vettvangi. Þessi framkoma vekur litla von um að laun kvennastétta verði leiðrétt, að ofbeldi verði upprætt eða að tekið sé mið af sjónarmiðum og reynsluheimi kvenna í annarri pólítískri ákvarðanatöku. Þvert á móti er hún til marks um lítilsvirðingu,“ segir í pistli Sóleyjar sem lesa má í heild sinni hér.Þá má nálgast nánari upplýsingar um fundinn á fimmtudag hér. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 400 manns boðað komu sína á samstöðu- og mótmælafund vegna ljósmæðradeilunnar á fimmtudagsmorgun við húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. Boðað er til fundarins klukkan 10, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. Oddný Arnarsdóttir, barnshafandi kona sem á bókaða gangsetningu þann 1. ágúst næstkomandi, stofnaði viðburð fyrir samstöðufundinn á Facebook undir yfirskriftinni Stöndum með ljósmæðrum! Samstöðufundur/mótmæli. „Þetta er náttúrulega samstaða með ljósmæðrum og mótmæli gegn því að ekki sé samið við þær,“ segir Oddný í samtali við Vísi.Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag.fréttablaðið/ernirEkki staða sem konur vilja vera í með börnin sín Tólf ljósmæður hættu störfum á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans í gær. Þá hafa ljósmæður samþykkt yfirvinnubann sem tekur gildi um miðjan þennan mánuð náist ekki að semja. Alls hafa þrjátíu ljósmæður sagt upp störfum á Landspítalanum en í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að níu ljósmæður hefðu sagt upp í síðustu viku. Aðgerðaáætlun Landspítalans hefur verið virkjuð vegna uppsagna ljósmæðra en aðspurð hvernig henni líði fyrir fæðinguna í ljósi ástandsins segir Oddný að óvissan sé mikil. „Þetta er svolítið erfitt. Þetta vekur óvissu. Það kemur til dæmis fram í aðgerðaáætlun Landspítalans að gangsetningar geti riðlast til og að keisarar verði fluttir á Akranes og Akureyri. Þarna er verið að setja verðandi mæður í ómögulega aðstöðu og börnin líka. Það er ekki þar með sagt að ég treysti ekki Akranesi og Akureyri, óvissan er bara svo mikil. Fyrir utan það að eftir keisara liggurðu inni í nokkra daga og stundum líka eftir gangsetningu. Þetta er ekki staða sem konur vilja vera í með börnin sín,“ segir Oddný. Hún segist skilja að verið sé að bregðast við vanda á spítalanum. „En við skiljum ekki af hverju það er ekki samið við ljósmæður.“Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu.vísir/rakelÓtrúlega mikilvæg stétt fyrir mæður, börn og feður á vissum tíma í þeirra lífi Oddný bendir á að ljósmæður séu kvennastétt sem sé ótrúlega mikilvæg fyrir mæður, börn og feður á vissum tíma í þeirra lífi. „Það er verið að fylgjast með manni í níu mánuði og svo áfram. Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem almenningur skilur ekki að það sé ekki hægt að koma til móts við þær. Þetta er líka einhvern veginn vanvirðing við konur, bæði sem kvennastétt og konur sem mæður,“ segir Oddný. Þessi orð hennar enduróma pistil sem Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, ritaði á Facebook í kvöld og deilt var á síðu samstöðufundarins. Þar segir Sóley að hún eigi erfitt með að koma því tilfinningum sínum vegna ljósmæðradeilunnar í orð en hún ætli samt að reyna. Í pistlinum segir Sóley að kvenfrelsi á Íslandi sé í hættu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Sú vanvirðing sem ríkisvaldið sýnir þessari mikilvægu kvennastétt og fæðandi konum er til marks um að konur, reynsluheimur kvenna og framlag þeirra til samfélagsins sé einskis virði. Ríkisvald sem ber ekki virðingu fyrir fæðingum er ekki líkleg til að bera virðingu fyrir öðru því sem konur taka sér fyrir hendur eða leggja sig fram um að tryggja öryggi kvenna (og barna) á öðrum vettvangi. Þessi framkoma vekur litla von um að laun kvennastétta verði leiðrétt, að ofbeldi verði upprætt eða að tekið sé mið af sjónarmiðum og reynsluheimi kvenna í annarri pólítískri ákvarðanatöku. Þvert á móti er hún til marks um lítilsvirðingu,“ segir í pistli Sóleyjar sem lesa má í heild sinni hér.Þá má nálgast nánari upplýsingar um fundinn á fimmtudag hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00