Boðað til mótmæla vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra: „Vanvirðing við konur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 23:15 Þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum lögðu skó sína á tröppur Stjórnarráðsins í gær í táknrænum gjörningi. vísir/sunna sæmundsdóttir Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 400 manns boðað komu sína á samstöðu- og mótmælafund vegna ljósmæðradeilunnar á fimmtudagsmorgun við húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. Boðað er til fundarins klukkan 10, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. Oddný Arnarsdóttir, barnshafandi kona sem á bókaða gangsetningu þann 1. ágúst næstkomandi, stofnaði viðburð fyrir samstöðufundinn á Facebook undir yfirskriftinni Stöndum með ljósmæðrum! Samstöðufundur/mótmæli. „Þetta er náttúrulega samstaða með ljósmæðrum og mótmæli gegn því að ekki sé samið við þær,“ segir Oddný í samtali við Vísi.Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag.fréttablaðið/ernirEkki staða sem konur vilja vera í með börnin sín Tólf ljósmæður hættu störfum á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans í gær. Þá hafa ljósmæður samþykkt yfirvinnubann sem tekur gildi um miðjan þennan mánuð náist ekki að semja. Alls hafa þrjátíu ljósmæður sagt upp störfum á Landspítalanum en í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að níu ljósmæður hefðu sagt upp í síðustu viku. Aðgerðaáætlun Landspítalans hefur verið virkjuð vegna uppsagna ljósmæðra en aðspurð hvernig henni líði fyrir fæðinguna í ljósi ástandsins segir Oddný að óvissan sé mikil. „Þetta er svolítið erfitt. Þetta vekur óvissu. Það kemur til dæmis fram í aðgerðaáætlun Landspítalans að gangsetningar geti riðlast til og að keisarar verði fluttir á Akranes og Akureyri. Þarna er verið að setja verðandi mæður í ómögulega aðstöðu og börnin líka. Það er ekki þar með sagt að ég treysti ekki Akranesi og Akureyri, óvissan er bara svo mikil. Fyrir utan það að eftir keisara liggurðu inni í nokkra daga og stundum líka eftir gangsetningu. Þetta er ekki staða sem konur vilja vera í með börnin sín,“ segir Oddný. Hún segist skilja að verið sé að bregðast við vanda á spítalanum. „En við skiljum ekki af hverju það er ekki samið við ljósmæður.“Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu.vísir/rakelÓtrúlega mikilvæg stétt fyrir mæður, börn og feður á vissum tíma í þeirra lífi Oddný bendir á að ljósmæður séu kvennastétt sem sé ótrúlega mikilvæg fyrir mæður, börn og feður á vissum tíma í þeirra lífi. „Það er verið að fylgjast með manni í níu mánuði og svo áfram. Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem almenningur skilur ekki að það sé ekki hægt að koma til móts við þær. Þetta er líka einhvern veginn vanvirðing við konur, bæði sem kvennastétt og konur sem mæður,“ segir Oddný. Þessi orð hennar enduróma pistil sem Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, ritaði á Facebook í kvöld og deilt var á síðu samstöðufundarins. Þar segir Sóley að hún eigi erfitt með að koma því tilfinningum sínum vegna ljósmæðradeilunnar í orð en hún ætli samt að reyna. Í pistlinum segir Sóley að kvenfrelsi á Íslandi sé í hættu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Sú vanvirðing sem ríkisvaldið sýnir þessari mikilvægu kvennastétt og fæðandi konum er til marks um að konur, reynsluheimur kvenna og framlag þeirra til samfélagsins sé einskis virði. Ríkisvald sem ber ekki virðingu fyrir fæðingum er ekki líkleg til að bera virðingu fyrir öðru því sem konur taka sér fyrir hendur eða leggja sig fram um að tryggja öryggi kvenna (og barna) á öðrum vettvangi. Þessi framkoma vekur litla von um að laun kvennastétta verði leiðrétt, að ofbeldi verði upprætt eða að tekið sé mið af sjónarmiðum og reynsluheimi kvenna í annarri pólítískri ákvarðanatöku. Þvert á móti er hún til marks um lítilsvirðingu,“ segir í pistli Sóleyjar sem lesa má í heild sinni hér.Þá má nálgast nánari upplýsingar um fundinn á fimmtudag hér. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 400 manns boðað komu sína á samstöðu- og mótmælafund vegna ljósmæðradeilunnar á fimmtudagsmorgun við húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni. Boðað er til fundarins klukkan 10, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. Oddný Arnarsdóttir, barnshafandi kona sem á bókaða gangsetningu þann 1. ágúst næstkomandi, stofnaði viðburð fyrir samstöðufundinn á Facebook undir yfirskriftinni Stöndum með ljósmæðrum! Samstöðufundur/mótmæli. „Þetta er náttúrulega samstaða með ljósmæðrum og mótmæli gegn því að ekki sé samið við þær,“ segir Oddný í samtali við Vísi.Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag.fréttablaðið/ernirEkki staða sem konur vilja vera í með börnin sín Tólf ljósmæður hættu störfum á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans í gær. Þá hafa ljósmæður samþykkt yfirvinnubann sem tekur gildi um miðjan þennan mánuð náist ekki að semja. Alls hafa þrjátíu ljósmæður sagt upp störfum á Landspítalanum en í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að níu ljósmæður hefðu sagt upp í síðustu viku. Aðgerðaáætlun Landspítalans hefur verið virkjuð vegna uppsagna ljósmæðra en aðspurð hvernig henni líði fyrir fæðinguna í ljósi ástandsins segir Oddný að óvissan sé mikil. „Þetta er svolítið erfitt. Þetta vekur óvissu. Það kemur til dæmis fram í aðgerðaáætlun Landspítalans að gangsetningar geti riðlast til og að keisarar verði fluttir á Akranes og Akureyri. Þarna er verið að setja verðandi mæður í ómögulega aðstöðu og börnin líka. Það er ekki þar með sagt að ég treysti ekki Akranesi og Akureyri, óvissan er bara svo mikil. Fyrir utan það að eftir keisara liggurðu inni í nokkra daga og stundum líka eftir gangsetningu. Þetta er ekki staða sem konur vilja vera í með börnin sín,“ segir Oddný. Hún segist skilja að verið sé að bregðast við vanda á spítalanum. „En við skiljum ekki af hverju það er ekki samið við ljósmæður.“Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu.vísir/rakelÓtrúlega mikilvæg stétt fyrir mæður, börn og feður á vissum tíma í þeirra lífi Oddný bendir á að ljósmæður séu kvennastétt sem sé ótrúlega mikilvæg fyrir mæður, börn og feður á vissum tíma í þeirra lífi. „Það er verið að fylgjast með manni í níu mánuði og svo áfram. Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem almenningur skilur ekki að það sé ekki hægt að koma til móts við þær. Þetta er líka einhvern veginn vanvirðing við konur, bæði sem kvennastétt og konur sem mæður,“ segir Oddný. Þessi orð hennar enduróma pistil sem Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, ritaði á Facebook í kvöld og deilt var á síðu samstöðufundarins. Þar segir Sóley að hún eigi erfitt með að koma því tilfinningum sínum vegna ljósmæðradeilunnar í orð en hún ætli samt að reyna. Í pistlinum segir Sóley að kvenfrelsi á Íslandi sé í hættu vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Sú vanvirðing sem ríkisvaldið sýnir þessari mikilvægu kvennastétt og fæðandi konum er til marks um að konur, reynsluheimur kvenna og framlag þeirra til samfélagsins sé einskis virði. Ríkisvald sem ber ekki virðingu fyrir fæðingum er ekki líkleg til að bera virðingu fyrir öðru því sem konur taka sér fyrir hendur eða leggja sig fram um að tryggja öryggi kvenna (og barna) á öðrum vettvangi. Þessi framkoma vekur litla von um að laun kvennastétta verði leiðrétt, að ofbeldi verði upprætt eða að tekið sé mið af sjónarmiðum og reynsluheimi kvenna í annarri pólítískri ákvarðanatöku. Þvert á móti er hún til marks um lítilsvirðingu,“ segir í pistli Sóleyjar sem lesa má í heild sinni hér.Þá má nálgast nánari upplýsingar um fundinn á fimmtudag hér.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00