Jóhannes Haukur verður vondi kallinn í Bloodshot Benedikt Bóas skrifar 3. júlí 2018 06:00 Jóhannes Haukur hefur verið að gera það gott í Hollywood að undanförnu. Vísir/vilhelm „Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira
„Þetta lítur vel út. Þetta er Sony-mynd og það á að tjalda öllu til,“ segir leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson en um helgina var tilkynnt að hann muni leika í ofurhetjumyndinni Bloodshot. Það eru engar smá kanónur sem verða með Jóhannesi á settinu, fremstan meðal jafningja skal þar nefna Vin Diesel auk hinnar mexíkósku Eizu González, sem margir muna eftir sem Baby úr kvikmyndinni Baby driver. Myndin er byggð á samnefndri teiknimyndasögu og verður bönnuð börnum að sögn Jóhannesar, ekki ólíkt Deadpool. „Þetta verður risastór Hollywood-mynd og verður svokallað R-rated eins og Logan og Deadpool. Þá verður ofbeldið grófara og talsmátinn frjálslegri.“ Samkvæmt fréttum mun Jóhannes fara með hlutverk Nicks Barris í myndinni en hann er sagður vera annað illmenni myndarinnar. Dave Wilson heldur um leikstjórn en þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. „Ég fer í lok júlí í þessar upptökur og verð að öllum líkindum í mánuð. Eftir þetta verkefni er ég að fara í aðra seríu á The Innocent, verði hún framleidd.“Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.Jóhannes er í Suður-Afríku þessa stundina þar sem hann leikur í sjónvarpsseríunni Origin. Hann hefur verið að gera það gott að undanförnu og verður í myndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Síðar dregur hann upp byssu í vestranum The Sisters Brothers þar sem Jake Gyllenhaal og fleiri góðir setja á sig kúrekahattinn. Í flestum erlendum fréttum um hlutverkið er talað um Game of Thrones stjörnuna Jóhannesson. Sjálfur vill hann nú gera sem minnst úr því hlutverki. „Ég var nú bara í tveimur þáttum en það vegur greinilega þungt að vera í Game of Thrones,“ segir hann hress. „Ég er búinn að vera í erlendum verkefnum undanfarin ár og er kominn á þann stað að geta aðeins valið úr. Ekki mikið en smá. Fyrst sagði ég já við öllu en ef verkefni lenda á sama tíma, hvort sem það er sjónvarpssería eða kvikmynd, þá get ég valið. Auðvitað er það mikið lúxusvandamál,“ segir hann. Jóhannes var í fríi frá tökum í gær og slakaði á þó það væri hálf íslenskt veður í Suður-Afríku. „Það er rigning og 14 gráður sem er ekkert svo slæmt. Ég er þó alveg í stuttbuxum. Ætli ég fari ekki í stuttan göngutúr. Maður býr í frekar vernduðu umhverfi með girðingu í kring og ef maður fer út fyrir hliðið þá á maður á hættu að vera rændur og ég er lítið fyrir það.“ Bloodshot Tilkynnt var 2015 að Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, hefðu gert með sér fimm mynda samning. Fyrsta myndin yrði um Bloodshot, næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta yrði samkrull um þá tvo. Jared Leto átti að leika vonda kallinn í myndinni en hætti við. Jóhannes Haukur fékk kallið í staðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45 Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira
Jóhannes Haukur GOT-ar yfir sig í Steypustöðinni Lokaþátturinn af Steypustöðinni var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Þar vakti einn skets töluverða athygli en stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson kom þar við sögu. 5. mars 2018 15:45