Góðar göngur í Úlfarsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2018 14:20 Lax þreyttur í Kopru. Mynd: SVFR Það eru góðar göngur í árnar á vesturlandi og veiðiperlur Reykjavíkur fara ekki varhluta af því. Úlfarsá sem er oftar en ekki nefnd Korpa er oft í skugganum af Elliðaánum sem njóta mikillar hylli veiðimanna enda ekkert skrítið þar sem hún er bæði gjöful og þægilega veidd. Korpa er bara ekkert síður veiðin en í henni er aðeins veitt á tvær stangir og meðalveiðin verið um 150 laxar yfir tímabilið. Tímasetningin á göngunum í árnar tvær eru svipaðar og núna með auknum krafti laxgengdar í Elliðaárnar er laxinn mættur í Korpu. Það var greinilega nokkur torfa sem synti um ósinn um helgina og það sást greinilega þegar laxinn renndi sér upp fossinn á flóðinu og þeir sem náðu ekki göngunni þá lágu í hylnum við órinn og stukku upp þennan rúma meter sem stökkið er. Það var mikið líf í Berghylnum og greinilegt að það var mikil sigling á laxinum því stöðugur straumur laxa sem stungu sér upp fossinn ofan Berghyls sýndi að þessir ætluðu sér ekki að liggja lengi í Berghyl. Laxinn er kominn um alla á og þeir sem hafa bókað sér daga í sumar eiga greinilega gott í vændum. Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði
Það eru góðar göngur í árnar á vesturlandi og veiðiperlur Reykjavíkur fara ekki varhluta af því. Úlfarsá sem er oftar en ekki nefnd Korpa er oft í skugganum af Elliðaánum sem njóta mikillar hylli veiðimanna enda ekkert skrítið þar sem hún er bæði gjöful og þægilega veidd. Korpa er bara ekkert síður veiðin en í henni er aðeins veitt á tvær stangir og meðalveiðin verið um 150 laxar yfir tímabilið. Tímasetningin á göngunum í árnar tvær eru svipaðar og núna með auknum krafti laxgengdar í Elliðaárnar er laxinn mættur í Korpu. Það var greinilega nokkur torfa sem synti um ósinn um helgina og það sást greinilega þegar laxinn renndi sér upp fossinn á flóðinu og þeir sem náðu ekki göngunni þá lágu í hylnum við órinn og stukku upp þennan rúma meter sem stökkið er. Það var mikið líf í Berghylnum og greinilegt að það var mikil sigling á laxinum því stöðugur straumur laxa sem stungu sér upp fossinn ofan Berghyls sýndi að þessir ætluðu sér ekki að liggja lengi í Berghyl. Laxinn er kominn um alla á og þeir sem hafa bókað sér daga í sumar eiga greinilega gott í vændum.
Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Fyrsta rjúpnahelgin að baki Veiði Flottar bleikjur úr Kleifarvatni Veiði Ytri Rangá að detta í gang Veiði Flott sjóbleikja í Fögruhlíðarósi Veiði