Góðar göngur í Úlfarsá Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2018 14:20 Lax þreyttur í Kopru. Mynd: SVFR Það eru góðar göngur í árnar á vesturlandi og veiðiperlur Reykjavíkur fara ekki varhluta af því. Úlfarsá sem er oftar en ekki nefnd Korpa er oft í skugganum af Elliðaánum sem njóta mikillar hylli veiðimanna enda ekkert skrítið þar sem hún er bæði gjöful og þægilega veidd. Korpa er bara ekkert síður veiðin en í henni er aðeins veitt á tvær stangir og meðalveiðin verið um 150 laxar yfir tímabilið. Tímasetningin á göngunum í árnar tvær eru svipaðar og núna með auknum krafti laxgengdar í Elliðaárnar er laxinn mættur í Korpu. Það var greinilega nokkur torfa sem synti um ósinn um helgina og það sást greinilega þegar laxinn renndi sér upp fossinn á flóðinu og þeir sem náðu ekki göngunni þá lágu í hylnum við órinn og stukku upp þennan rúma meter sem stökkið er. Það var mikið líf í Berghylnum og greinilegt að það var mikil sigling á laxinum því stöðugur straumur laxa sem stungu sér upp fossinn ofan Berghyls sýndi að þessir ætluðu sér ekki að liggja lengi í Berghyl. Laxinn er kominn um alla á og þeir sem hafa bókað sér daga í sumar eiga greinilega gott í vændum. Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Það eru góðar göngur í árnar á vesturlandi og veiðiperlur Reykjavíkur fara ekki varhluta af því. Úlfarsá sem er oftar en ekki nefnd Korpa er oft í skugganum af Elliðaánum sem njóta mikillar hylli veiðimanna enda ekkert skrítið þar sem hún er bæði gjöful og þægilega veidd. Korpa er bara ekkert síður veiðin en í henni er aðeins veitt á tvær stangir og meðalveiðin verið um 150 laxar yfir tímabilið. Tímasetningin á göngunum í árnar tvær eru svipaðar og núna með auknum krafti laxgengdar í Elliðaárnar er laxinn mættur í Korpu. Það var greinilega nokkur torfa sem synti um ósinn um helgina og það sást greinilega þegar laxinn renndi sér upp fossinn á flóðinu og þeir sem náðu ekki göngunni þá lágu í hylnum við órinn og stukku upp þennan rúma meter sem stökkið er. Það var mikið líf í Berghylnum og greinilegt að það var mikil sigling á laxinum því stöðugur straumur laxa sem stungu sér upp fossinn ofan Berghyls sýndi að þessir ætluðu sér ekki að liggja lengi í Berghyl. Laxinn er kominn um alla á og þeir sem hafa bókað sér daga í sumar eiga greinilega gott í vændum.
Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði