KKÍ er búið að draga í töfluröð fyrir næsta tímabil í bæði Dominos-deildum karla og kvenna en einnig fyrstu deild karla og kvenna.
Tímabilið byrjar með hvelli í karlaflokki því strax í fyrstu umferðinni er Suðurnesjaslagur er Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfjunni. Íslandsmeistarar KR mæta nýliðum Skallagríms en flautað verður til leiks fjórða október.
Liðin sem mættust til úrslita í fyrra, KR og Tindastóll, mætast fyrsta nóvember en Brynjar Þór Björnsson, margfaldur Íslandsmeistari með KR, mætir þá KR í fyrsta skipti í deildarleik. Liðin mætast þó í meistarakeppni KKÍ þann 30. september.
Í kvennaflokki byrja Íslandsmeistarar Hauka á nýliðum KR í Schenkerhöllinni en Valsstúlkur, sem töpuðu fyrir Haukum í úrslitarimmunni, mæta Skallagrím á heimavelli. Alla umferðina má sjá hér neðar í fréttinni.
Í fyrstu deild fækkar liðunum um eitt í karlaflokki en Gnúpverjar skráðu sig ekki til leiks þetta árið. Kvennamegin bætist við eitt lið en Tindastóll hefur skráð sig til leiks og eru það gleðitíðindi.
Fyrsta umferðin í Dominos-deild karla (Leikið 4. október):
Tindastóll - Þór Þ.
Njarðvík - Keflavík
KR - Skallagrímur
Grindavík - Breiðablik
Stjarnan-ÍR
Fyrsta umferðin í Dominos-deild kvenna (Leikið 3. október):
Haukar - KR
Valur - Skallagrímur
Breiðablik - Snæfell
Keflavík - Stjarnan
Nánari drög að dagskrá vetrarins má finna á heimasíðu KKÍ.
Suðurnesjaslagur í fyrstu umferð Dominos-deildar karla
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti





Fleiri fréttir
