Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:14 May forsætisráðherra hefur þurft að glíma við andóf í eigin röðum vegna Brexit. Vísir/AP Búist er við átakafundi hjá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands í dag. Hún gæti jafnvel þurft að kveða niður uppreisn Brexit-harðlínumanna vegna áætlunar sem hún hefur kynnt um framtíðartilhögun samskipta við ESB. Íhaldsflokkur May hefur logað stafnanna á milli vegna viðræðna ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig samband Bretlands við það verður eftir útgönguna á næsta ári. May ætlar að kynna áætlun fyrir ráðherrum sínum í dag og reyna að ná samstöðu um hana. Efni áætlunarinnar var hins vegar lekið í fjölmiðla í gær og er það ekki sagt hugnast harðlínumönnum innan stjórnarinnar. Sumir ráðherra, þar á meðal Evrópumálaráðherrann David Davis, hafa áður ítrekað hótað því að segja af sér þegar þeim hefur ekki þótt May ganga nógu hart fram.Fá ekki að taka ráðherrabílinn heim ef þeir segja af sér Hátt í þrjátíu meðlimir ríkisstjórnarinnar hittast í Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans, um 65 kílómetrum norðvestur af London. AP-fréttstofan segir að engir símar séu leyfðir á fundinum. Viðræðurnar eiga að standa yfir í allan dag. Orðrómar hafa verið um að harðlínumenn eins og Davis og Boris Johnson utanríkisráðherra gætu sagt af sér ef May fellur ekki frá áætlun sinni sem er sögð gera ráð fyrir að Bretland fylgi ESB-reglum um vöruviðskipti náið eftir útgönguna. May virðist ekki að taka andófsmennina í ríkisstjórnina neinum vettlingatökum. Politico hefur eftir nánum bandamanni hennar að hún ætli hvergi að hvika. Ef einhverjir ráðherrar kjósi að segja af sér fái þeir ekki að fara á ráðherrabílum sínum aftur til London. „Leigubílaspjöld fyrir Ashton-leigubíla, leigubílastöðina á svæðinu, eru í andyrinu fyrir þá sem ákveða að þeir geti ekki fengið sig til að taka rétta ákvörðun fyrir landið,“ hefur Politico eftir embættismanninum í Downing-stræti 10. Brexit Tengdar fréttir Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Búist er við átakafundi hjá ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands í dag. Hún gæti jafnvel þurft að kveða niður uppreisn Brexit-harðlínumanna vegna áætlunar sem hún hefur kynnt um framtíðartilhögun samskipta við ESB. Íhaldsflokkur May hefur logað stafnanna á milli vegna viðræðna ríkisstjórnarinnar við fulltrúa Evrópusambandsins um hvernig samband Bretlands við það verður eftir útgönguna á næsta ári. May ætlar að kynna áætlun fyrir ráðherrum sínum í dag og reyna að ná samstöðu um hana. Efni áætlunarinnar var hins vegar lekið í fjölmiðla í gær og er það ekki sagt hugnast harðlínumönnum innan stjórnarinnar. Sumir ráðherra, þar á meðal Evrópumálaráðherrann David Davis, hafa áður ítrekað hótað því að segja af sér þegar þeim hefur ekki þótt May ganga nógu hart fram.Fá ekki að taka ráðherrabílinn heim ef þeir segja af sér Hátt í þrjátíu meðlimir ríkisstjórnarinnar hittast í Chequers, sveitasetri forsætisráðherrans, um 65 kílómetrum norðvestur af London. AP-fréttstofan segir að engir símar séu leyfðir á fundinum. Viðræðurnar eiga að standa yfir í allan dag. Orðrómar hafa verið um að harðlínumenn eins og Davis og Boris Johnson utanríkisráðherra gætu sagt af sér ef May fellur ekki frá áætlun sinni sem er sögð gera ráð fyrir að Bretland fylgi ESB-reglum um vöruviðskipti náið eftir útgönguna. May virðist ekki að taka andófsmennina í ríkisstjórnina neinum vettlingatökum. Politico hefur eftir nánum bandamanni hennar að hún ætli hvergi að hvika. Ef einhverjir ráðherrar kjósi að segja af sér fái þeir ekki að fara á ráðherrabílum sínum aftur til London. „Leigubílaspjöld fyrir Ashton-leigubíla, leigubílastöðina á svæðinu, eru í andyrinu fyrir þá sem ákveða að þeir geti ekki fengið sig til að taka rétta ákvörðun fyrir landið,“ hefur Politico eftir embættismanninum í Downing-stræti 10.
Brexit Tengdar fréttir Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Útgöngutillögum Breta lýst sem óraunhæfum og líkt við köku Háttsettir ráðamenn innan Evrópusambandsins (ESB) segja tillögur Breta í samningaviðræðum um skilmála útgöngu þeirra úr sambandinu vera óraunhæfar. 3. júlí 2018 06:00
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47