Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 18:45 Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. Forstjóri Samgöngustofu segir loftför ekki skráð hér á landi nema ítrustu öryggiskröfur hafi verið uppfylltar.Hinn 29. apríl árið 2016 var þyrla að gerðinni Airbus Super Puma H225 að flytja starfsmenn á olíuborpallinum Gullfaxa í Norðursjó til Bergen í Noregi þegar aðal spaði hennar losnaði skyndilega af þyrlunni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar á Þurey. Allir um borð, tveggja manna áhöfn og ellefu farþegar létust.Sams konar slys hafði átt sér stað árið 2012 í Skotlandi þar sem 16 manns fórust og í tvígang til viðbótar hafa þyrlur sömu gerðar nauðlent á sjó án mannfalls vegna þess að gírkassi þeirra brotnaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi hefur gefið út lokaskýrslu um slysið í Þurey þar sem lagðar eru fram tólf tillögur til úrbóta og beinast þær bæði að framleiðandanum Airbus og Flugöryggisstofnun Evrópu.Frá slysstað í Noregi.VÍSIR/EPAEnginn vafi er að mati nefndarinnar á að galli í gírkassa þyrlunnar olli slysinu. Tæring fannst í íhlutum gírkassans sem brotnaði áður en þyrlan steyptist til jarðar. Tillögur til úrbóta fjalla bæði um breytingar á framleiðslu einstakra hluta í gírkassanum, líftíma þeirra sem og um hvernig sinna skuli viðhaldi og eftirliti með þessum þyrlum. Frá því slysið varð hafa starfsmenn olíuborpalla í Noregi og Bretlandi neitað að fara um borð í þyrlur þessarar tegundar og árgerðar. Norskt fyrirtæki hefur boðið Landhelgisgæslunni að yngja upp tvær Super Puma þyrlur og taka þyrlur sömu árgerðar í staðinn fyrir hagstæða leigu.Landhelgisgæslan hugsar sinn gang Þegar leitað var viðbragða hjá Gæslunni í dag við skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar bárust þessi svör:„Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi vegna þyrluslyssins hörmulega í Turøy árið 2016 er viðamikil og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar þurfa á næstu vikum að kynna sér efni hennar áður en hægt er að tjá sig um hana. Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir stofnunina fylgjast vel með öllum rannsóknarskýrslum vegna loftfara sem skráð séu á Íslandi.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Fréttablaðið/GVA„Og ef kemur til beiðni um skráningu slíkrar þyrlu hérna myndum við að sjálfsögðu fara yfir allar þær ábendingar og úrbætur sem gerðar hafa verið tillögur um í kjölfar þessara slysa,“ segir Þórólfur.Sérstaklega yrði leitað umsagna hjá Flugöryggisstofnun Evrópu sem sé í samskiptum við framleiðandann og gefi út leiðbeiningar og viðvaranir, enda gildi skráning loftfara hér um alla Evrópu.„Allt í þágu flugöryggis. Þannig að við munum aldrei slá af kröfum um mesta flugöryggi sem við getum fengið,“ segir Þórólfur Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. Forstjóri Samgöngustofu segir loftför ekki skráð hér á landi nema ítrustu öryggiskröfur hafi verið uppfylltar.Hinn 29. apríl árið 2016 var þyrla að gerðinni Airbus Super Puma H225 að flytja starfsmenn á olíuborpallinum Gullfaxa í Norðursjó til Bergen í Noregi þegar aðal spaði hennar losnaði skyndilega af þyrlunni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar á Þurey. Allir um borð, tveggja manna áhöfn og ellefu farþegar létust.Sams konar slys hafði átt sér stað árið 2012 í Skotlandi þar sem 16 manns fórust og í tvígang til viðbótar hafa þyrlur sömu gerðar nauðlent á sjó án mannfalls vegna þess að gírkassi þeirra brotnaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi hefur gefið út lokaskýrslu um slysið í Þurey þar sem lagðar eru fram tólf tillögur til úrbóta og beinast þær bæði að framleiðandanum Airbus og Flugöryggisstofnun Evrópu.Frá slysstað í Noregi.VÍSIR/EPAEnginn vafi er að mati nefndarinnar á að galli í gírkassa þyrlunnar olli slysinu. Tæring fannst í íhlutum gírkassans sem brotnaði áður en þyrlan steyptist til jarðar. Tillögur til úrbóta fjalla bæði um breytingar á framleiðslu einstakra hluta í gírkassanum, líftíma þeirra sem og um hvernig sinna skuli viðhaldi og eftirliti með þessum þyrlum. Frá því slysið varð hafa starfsmenn olíuborpalla í Noregi og Bretlandi neitað að fara um borð í þyrlur þessarar tegundar og árgerðar. Norskt fyrirtæki hefur boðið Landhelgisgæslunni að yngja upp tvær Super Puma þyrlur og taka þyrlur sömu árgerðar í staðinn fyrir hagstæða leigu.Landhelgisgæslan hugsar sinn gang Þegar leitað var viðbragða hjá Gæslunni í dag við skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar bárust þessi svör:„Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi vegna þyrluslyssins hörmulega í Turøy árið 2016 er viðamikil og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar þurfa á næstu vikum að kynna sér efni hennar áður en hægt er að tjá sig um hana. Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir stofnunina fylgjast vel með öllum rannsóknarskýrslum vegna loftfara sem skráð séu á Íslandi.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Fréttablaðið/GVA„Og ef kemur til beiðni um skráningu slíkrar þyrlu hérna myndum við að sjálfsögðu fara yfir allar þær ábendingar og úrbætur sem gerðar hafa verið tillögur um í kjölfar þessara slysa,“ segir Þórólfur.Sérstaklega yrði leitað umsagna hjá Flugöryggisstofnun Evrópu sem sé í samskiptum við framleiðandann og gefi út leiðbeiningar og viðvaranir, enda gildi skráning loftfara hér um alla Evrópu.„Allt í þágu flugöryggis. Þannig að við munum aldrei slá af kröfum um mesta flugöryggi sem við getum fengið,“ segir Þórólfur Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00