Staðir teygja sig frá Brjánslæk í Bakkadal Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2018 10:00 Listakonurnar sem sýna á Stöðum í ár, Þorgerður, Hildigunnur Ýr og Gunndís. Sýningin Staðir verður opnuð á morgun. Hún teygir sig um sunnanverða Vestfirði og þar leggja þrjár listakonur verk sín í dóm. Gamanið hefst á hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga, Flakkaranum við bryggjuna á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi. Þaðan verður haldið í ferðalag. Eva Ísleifs er sýningarstjóri. „Við Þorgerður Ólafsdóttir komum verkefninu Stöðum á laggirnar árið 2014 og það er tvíæringur, svo þetta er þriðja sýningin. Við höfum báðar taugar til Vestfjarða og Þorgerður er hluti af sýningarteyminu þetta árið. Útilistaverk eftir hana er í hlíðinni við prestssetrið á Brjánslæk og eftir göngu í Surtarbrandsgil fá allir myndskreytt vottorð eftir hana um að þeir hafi þreytt gönguna. Þannig verður það út sumarið.“ Gunndís Ýr er ættuð að vestan og bókverkið hennar 1,1111% fjallar um fjölskyldulandið í Bakkadal í Arnarfirði. Það er til sýnis og sölu á bensínstöðinni á Bíldudal þar sem verður staldrað við á leið út í Bakkadal þar sem Gunndís Ýr býður gestum í stutta göngu á morgun. Hildigunnur hefur unnið með leikskólabörnum í Vesturbyggð. Hún segir mér fyrst frá verki fyrir staðbundna nagla í Flakkaranum á Brjánslæk sem ferðalangar geta átt afrifu af. „En aðalsýningin er i hinum panelklædda fundarsal Vesturbyggðar þar sem listaverk barnanna hanga milli verka eftir Jón Stefánsson og fleiri kanónur í íslenskri myndlist,“ segir hún. „Enda eru krakkarnir að búa til heimsklassamyndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sýningin Staðir verður opnuð á morgun. Hún teygir sig um sunnanverða Vestfirði og þar leggja þrjár listakonur verk sín í dóm. Gamanið hefst á hinum víðfræga viðkomustað ferðalanga, Flakkaranum við bryggjuna á Brjánslæk, klukkan 12 á hádegi. Þaðan verður haldið í ferðalag. Eva Ísleifs er sýningarstjóri. „Við Þorgerður Ólafsdóttir komum verkefninu Stöðum á laggirnar árið 2014 og það er tvíæringur, svo þetta er þriðja sýningin. Við höfum báðar taugar til Vestfjarða og Þorgerður er hluti af sýningarteyminu þetta árið. Útilistaverk eftir hana er í hlíðinni við prestssetrið á Brjánslæk og eftir göngu í Surtarbrandsgil fá allir myndskreytt vottorð eftir hana um að þeir hafi þreytt gönguna. Þannig verður það út sumarið.“ Gunndís Ýr er ættuð að vestan og bókverkið hennar 1,1111% fjallar um fjölskyldulandið í Bakkadal í Arnarfirði. Það er til sýnis og sölu á bensínstöðinni á Bíldudal þar sem verður staldrað við á leið út í Bakkadal þar sem Gunndís Ýr býður gestum í stutta göngu á morgun. Hildigunnur hefur unnið með leikskólabörnum í Vesturbyggð. Hún segir mér fyrst frá verki fyrir staðbundna nagla í Flakkaranum á Brjánslæk sem ferðalangar geta átt afrifu af. „En aðalsýningin er i hinum panelklædda fundarsal Vesturbyggðar þar sem listaverk barnanna hanga milli verka eftir Jón Stefánsson og fleiri kanónur í íslenskri myndlist,“ segir hún. „Enda eru krakkarnir að búa til heimsklassamyndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira