Telur varhugavert að aðrir en ljósmæður sinni mæðravernd Sveinn Arnarsson skrifar 9. júlí 2018 07:00 Samningalota ljósmæðra við ríkið hefur nú tekið sem samsvarar meðal meðgöngutíma kvenna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kvíði fyrir fæðingu er sjálfstæður áhættuþáttur verðandi mæðra og hvers kyns kvíði og álag sem konur eru undir rétt fyrir fæðingu getur þýtt frekari inngrip í fæðingunni sjálfri. Einnig skiptir miklu máli að ljósmæður sjái um fræðslu og umönnun á meðgöngu. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands.Betri líðan á meðgöngu Ljósmæðrastýrð þjónusta á meðgöngu og í fæðingu er betri fyrir hina verðandi móður en þjónusta sem stýrt er af lækni. Því er mikilvægt að þjónustu við verðandi mæður sé stýrt af ljósmæðrum og óæskilegt að aðrar heilbrigðisstéttir, svo sem læknar, stýri henni. „Það hefur komið í ljós í rannsóknum að þjónusta, sem stýrt er af ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu, hefur jákvæð áhrif á bæði fæðingarþyngd barna og nýbura- og ungbarnadauða. Einnig skiptir þessi þjónusta miklu máli fyrir heilsu móður, líðan hennar á meðgöngu, brjóstagjöf og möguleg inngrip í fæðingu,“ segir Rúnar.Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði.VísirVarar við hættumerkjum „Það er mikilvægt fyrir hina verðandi móður að hún upplifi og skynji öryggi þegar kemur að þjónustunni. Ef það verður skortur á ljósmæðrum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fara að sinna þessum störfum á meðgöngu, þá geta verið þar ákveðin hættumerki út frá rannsóknum,“ heldur Rúnar áfram. Á annan tug ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna bágra kjara og hefur vantað ljósmæður á allar vaktir á Landspítalanum síðan þær gengu út í lok síðasta mánaðar. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra og ríkisins og hefur samningalotan nú staðið yfir í um 40 vikur, eða sem nemur meðalmeðgöngutíma móður. „Styrkur ljósmæðra felst í nokkrum þáttum og að æskilegt sé að ljósmóðir sé virkur hluti af þjónustu við mæður og fylgi konunni frá fyrstu heimsókn til fæðingar. Það hefur áhrif á næringu ungbarna, brjóstagjöf og andlega heilsu móður. Styrkurinn felst einmitt í þessari skjólstæðingafræðslu,“ bætir Rúnar við Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira
Kvíði fyrir fæðingu er sjálfstæður áhættuþáttur verðandi mæðra og hvers kyns kvíði og álag sem konur eru undir rétt fyrir fæðingu getur þýtt frekari inngrip í fæðingunni sjálfri. Einnig skiptir miklu máli að ljósmæður sjái um fræðslu og umönnun á meðgöngu. Þetta segir Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands.Betri líðan á meðgöngu Ljósmæðrastýrð þjónusta á meðgöngu og í fæðingu er betri fyrir hina verðandi móður en þjónusta sem stýrt er af lækni. Því er mikilvægt að þjónustu við verðandi mæður sé stýrt af ljósmæðrum og óæskilegt að aðrar heilbrigðisstéttir, svo sem læknar, stýri henni. „Það hefur komið í ljós í rannsóknum að þjónusta, sem stýrt er af ljósmæðrum á meðgöngu og í fæðingu, hefur jákvæð áhrif á bæði fæðingarþyngd barna og nýbura- og ungbarnadauða. Einnig skiptir þessi þjónusta miklu máli fyrir heilsu móður, líðan hennar á meðgöngu, brjóstagjöf og möguleg inngrip í fæðingu,“ segir Rúnar.Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði.VísirVarar við hættumerkjum „Það er mikilvægt fyrir hina verðandi móður að hún upplifi og skynji öryggi þegar kemur að þjónustunni. Ef það verður skortur á ljósmæðrum og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fara að sinna þessum störfum á meðgöngu, þá geta verið þar ákveðin hættumerki út frá rannsóknum,“ heldur Rúnar áfram. Á annan tug ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna bágra kjara og hefur vantað ljósmæður á allar vaktir á Landspítalanum síðan þær gengu út í lok síðasta mánaðar. Enn er ósamið í deilu ljósmæðra og ríkisins og hefur samningalotan nú staðið yfir í um 40 vikur, eða sem nemur meðalmeðgöngutíma móður. „Styrkur ljósmæðra felst í nokkrum þáttum og að æskilegt sé að ljósmóðir sé virkur hluti af þjónustu við mæður og fylgi konunni frá fyrstu heimsókn til fæðingar. Það hefur áhrif á næringu ungbarna, brjóstagjöf og andlega heilsu móður. Styrkurinn felst einmitt í þessari skjólstæðingafræðslu,“ bætir Rúnar við
Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17 Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33 Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Sjá meira
Segja velferð kvenna, barna og samfélagsins alls ógnað Læknar á Vesturlandi lýsa yfir áhyggjum af ástandinu. 6. júlí 2018 11:17
Segir kjaradeilur og heilbrigðisþjónustu „eitraða blöndu“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, tjáir sig bæði um ljósmæðradeiluna og nýjasta úrskurð kjararáðs í pistli á heimasíðu spítalans í dag. 6. júlí 2018 18:33
Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. 6. júlí 2018 16:30