Alþjóðadagur flóttafólks haldinn hátíðlegur í dag Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. júní 2018 07:00 Alþjóðadagur flóttamanna er í dag og af því tilefni býður Rauði krossinn í bíó. Rauði krossinn „Þetta er dagur sem ætlað er að vekja athygli á stöðu flóttafólks í heiminum. Við hjá Rauða krossinum, vegna þess að við erum mikið að velta stöðu flóttafólks fyrir okkur og aðstoða það og annað, höfum ákveðið að sýna tvær myndir um flóttafólk í tilefni dagsins,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Myndirnar verða sýndar í Bíói Paradís, það er ókeypis inn á sýningarnar og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Rauði krossinn býður upp á þessar sýningar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Myndirnar sem sýndar verða eru annars vegar Sea of Sorrow Sea of Hope og hins vegar Je n’aime plus la mer. „Sea of Sorrow Sea of Hope fjallar um konu sem er flóttamaður og hennar sögu, hvernig hún verður viðskila við börnin sín. Hin er sögð út frá sjónarhóli barna sem eru á flótta. Þau eru frá ýmsum löndum og eru komin til Belgíu – þar er fjallað um hvernig þau ná að fóta sig þar sem þau eru allt í einu komin í nýtt land eftir að hafa þurft að flýja stríð. Þetta er gríðarlega áríðandi umfjöllunarefni vegna þess að það hafa aldrei verið fleiri á flótta í heiminum. En þó að þetta sé alvarlegt umfjöllunarefni verður líka boðið upp á arabískan mat, það verða hljóðfæraleikarar hér úr röðum flóttafólks á Íslandi þannig að það verður létt stemming líka.“ Einnig verður hægt að skoða ljósmyndasýninguna Bið/The Wait sem verður sett upp í anddyri bíósins og taka þátt í umræðum um myndirnar eftir sýningu. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og hefjast leikar klukkan hálf átta í kvöld. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira
„Þetta er dagur sem ætlað er að vekja athygli á stöðu flóttafólks í heiminum. Við hjá Rauða krossinum, vegna þess að við erum mikið að velta stöðu flóttafólks fyrir okkur og aðstoða það og annað, höfum ákveðið að sýna tvær myndir um flóttafólk í tilefni dagsins,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Myndirnar verða sýndar í Bíói Paradís, það er ókeypis inn á sýningarnar og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Rauði krossinn býður upp á þessar sýningar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Myndirnar sem sýndar verða eru annars vegar Sea of Sorrow Sea of Hope og hins vegar Je n’aime plus la mer. „Sea of Sorrow Sea of Hope fjallar um konu sem er flóttamaður og hennar sögu, hvernig hún verður viðskila við börnin sín. Hin er sögð út frá sjónarhóli barna sem eru á flótta. Þau eru frá ýmsum löndum og eru komin til Belgíu – þar er fjallað um hvernig þau ná að fóta sig þar sem þau eru allt í einu komin í nýtt land eftir að hafa þurft að flýja stríð. Þetta er gríðarlega áríðandi umfjöllunarefni vegna þess að það hafa aldrei verið fleiri á flótta í heiminum. En þó að þetta sé alvarlegt umfjöllunarefni verður líka boðið upp á arabískan mat, það verða hljóðfæraleikarar hér úr röðum flóttafólks á Íslandi þannig að það verður létt stemming líka.“ Einnig verður hægt að skoða ljósmyndasýninguna Bið/The Wait sem verður sett upp í anddyri bíósins og taka þátt í umræðum um myndirnar eftir sýningu. Myndirnar verða sýndar með enskum texta og hefjast leikar klukkan hálf átta í kvöld.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fleiri fréttir Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Sjá meira