Lífið

Ilmur, Ólafur Darri og fleiri leikarar andlit Reykjavíkurmaraþonsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson
Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson Aðsent
Áður en flautað verður til leiks í dag í leik Íslands og Nígeríu á HM verður frumsýnd fyrsta auglýsingin fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrk þetta árið. Með hlaupastyrk er hægt að leggja góðum málefnum lið með því að heita á hlaupara og velja flestir hlaupararnir eitthvað málefni til þess að styrkja. Í fyrra var set met í áheitasöfnun þegar söfnuðust yfir 118 milljónir til 152 félaga.

Í gegnum árin hafa landsþekktir einstaklingar verið í forsvari fyrir maraþonið og vakið athygli á góðgerðarfélögum.  Í ár mun hópur landsþekktra leikara vera í forsvari fyrir hlaupastyrk. Verkefnið er að frumkvæði Ólafs Darra Ólafsson og Ilmar Kristjánsdóttur samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka. Þau munu ásamt fjölda annarra leikara hvetja landsmenn til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og leggja góðum málefnum lið.

Enginn leikaranna fær greitt fyrir þátttöku í auglýsingunni eða verkefninu sem slíku en Íslandsbanki heitir á góðgerðarfélögin sem þau hlaupa fyrir. Eins og áður sagði verður auglýsingin sýnd fyrir landsleikinn sem hefst klukkan þrjú í dag.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.