Fínn árangur hjá Valdísi Þóru í Taílandi Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 10:00 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Evrópumótaröðinni í golfi. LET/Tristan Jones Golf Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni var í eldlínunni á Ladies European Thailand Championship mótinu um helgina. Mótið sem fram fór í borginni Pattaya í Taílandi var liður í Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra byrjaði mótið ágætlega, en hún lék fyrstu tvo hringina báða á 71 höggi sem er einu höggi undir pari vallarins. Bakslag kom í frammistöðu Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. Hún náði sér aftur á móti aftur á strik og gott betur á fjórða og síðasta hringnum. Hún lék lokahringinn á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins og skilaði sú spilamennska henni í 19. sæti mótsins. Þetta var áttunda mót hennar á mótaröðinni á yfirstandandi keppnistímabili, en hún er í 17. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Afar heitt var og rakt á mótsstaðnum í Taílandi um helgina, en Valdís Þóra setti færslu á Twitter-síðu sína á föstudagskvöldið þar sem hún sagðist hafa drukkið 4,5 lítra af vatni á meðan hún lék hringinn þann daginn. Valdís Þóra bætti við að hún hefði ekki þurft að létta af sér á hringnum, svitinn hefði séð um að losa líkamann við vökvann. Áhugakylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili náði svo sínum besta árangri er hún endaði í 19.-26. sæti á Lavaux Ladies mótinu sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari vallarins. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golf Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni var í eldlínunni á Ladies European Thailand Championship mótinu um helgina. Mótið sem fram fór í borginni Pattaya í Taílandi var liður í Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra byrjaði mótið ágætlega, en hún lék fyrstu tvo hringina báða á 71 höggi sem er einu höggi undir pari vallarins. Bakslag kom í frammistöðu Valdísar Þóru á þriðja hringnum sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari vallarins. Hún náði sér aftur á móti aftur á strik og gott betur á fjórða og síðasta hringnum. Hún lék lokahringinn á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins og skilaði sú spilamennska henni í 19. sæti mótsins. Þetta var áttunda mót hennar á mótaröðinni á yfirstandandi keppnistímabili, en hún er í 17. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir frammistöðu helgarinnar. Afar heitt var og rakt á mótsstaðnum í Taílandi um helgina, en Valdís Þóra setti færslu á Twitter-síðu sína á föstudagskvöldið þar sem hún sagðist hafa drukkið 4,5 lítra af vatni á meðan hún lék hringinn þann daginn. Valdís Þóra bætti við að hún hefði ekki þurft að létta af sér á hringnum, svitinn hefði séð um að losa líkamann við vökvann. Áhugakylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili náði svo sínum besta árangri er hún endaði í 19.-26. sæti á Lavaux Ladies mótinu sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék hringina þrjá á mótinu á samtals tveimur höggum yfir pari vallarins.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira